Skelfilegt ástand - arfleið frjálshyggjunnar

Það er komið að skuldadögum í þrotabúi frjálshyggjunnar. Menn skyldu átta sig á því að þessi hrottalega skuldsetning heimilanna í landinu á sér pólitískar rætur. Ungt fólk hefur um árabil neyðst til að skuldsetja sig til húsnæðiskaupa vegna skorts á leiguhúsnæði og félagslegu húsnæði á viðráðandi verði. Sá skortur er til kominn vegna pólitískra ákvarðanna síðustu áratugina, þar sem stjórnvöld hafa leynt og ljóst unnið gegn félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði. Mantra Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið að "fólk ætti að eiga sitt húsnæði". Vandamálið er bara að fólk á ekki sitt húsnæði nema á pappírunum, heldur er það í eigu lánastofnanna. Pólitíska hugsunin að baki skuldsetningar heimilanna er að geta stjórnað fólki. Sá sem er skuldsettur er ekki frjáls. Stórskuldugt fólk hefur ekki efni á að fara í verkföll eða vera með múður á vinnumarkaði. Sú skelfingarstaða sem nú er að koma upp, þar sem eignir fjölda heimila duga ekki fyrir skuldum, er bein afleiðing nýfrjálshyggjunnar sem hér hefur tröllriðið öllu síðustu árin. Það er eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda næstu árin að reyna að tryggja að verst settu fjölskyldurnar lendi ekki í þroti og missi þak yfir höfuðið, og síðan að leggja áherslu á stóraukið framboð á félagslegu húsnæði á viðráðandi verði.
mbl.is Heimilin skulda 2.000 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Bestu kveðjur frá Akureyri

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.2.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Ólafur Als

Það er forvitnilegt að hverfa aftur í þá pólitísku forneskju sem blasir við manni hér.

Ólafur Als, 19.2.2009 kl. 12:43

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eru leiguíbúðir á viðráðanlegu verði pólitísk forneskja?

Villi Asgeirsson, 19.2.2009 kl. 13:56

4 Smámynd: Ólafur Als

Þeir sem telja frjálshyggju dauða og/eða ómerka gætu allt eins kastað stjórnarskrám vesturland út um gluggann. Svona álíka vitlaust og að segja að félagshyggjan sé dauð. Sleppum svo hinni sósíalísku sýn á slagorð Sjálfstæðisflokksins um að gera öllum fært að búa í eigin húsnæði - er svona í ætt við pirring þeirra út í slagorð á borð við það að hver maður ætti að rækta sinn garð. Sósíalísk rýni er oft ágæt og á köflum til muna skemmtilegri en kratavæmnin - en lausnirnar eru sem fyrr byggðar á því að gera meiri kröfur til annarra en sjálfra sín.

Svo er hún grátbrosleg þessi hugmynd um að samsæri sé í gangi í þá veru að skuldsetja fólk í gegnum húsnæðislánin, að lántakendur verði með því auðsveipir borgarar í höndum stjórnmálaafla auðvaldsins. Fékk fólk ekki nóg af slíkri þvælu á kaldastríðsárunum í framhaldsskólaumræðunni?

Aðrar pólitískar tengingar í þessu spjalli nafna míns eru af sama meiði og tilheyra ungmennaþrasi. Hvað leiguíbúðir á viðráðanlega verði felur í sér er loðið og teygjanlegt en næsta víst að höfundur (og e.t.v. Villi einnig) ætlar hinu opinbera stóran þátt í því. Þetta er hins vegar þörf umræða en við fyrstu sýn tel ég að það skuldaálag sem efnahagsstærðin Ísland ber í samanburði við umheiminn er það hátt að ekki hafa sprottið fram öflug félög til þess að halda úti leiguíbúðum, hvað þá búseturéttaríbúðir í stórum mæli. Hér hafa einstaklingar og fjölskyldur viljað fara eignasköpunarleiðina og þó svo að nú ári illa verður að horfa til þessara hluta á lengri mælikvarða en örfá ár.

Ólafur Als, 19.2.2009 kl. 14:29

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og góður hluti af því loftbóluskuld...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband