Ósigur fyrir náttúruvernd

Úrskurður Steingríms J. Sigfússonar um að ekki sé gerlegt að snúa við ákvörðun fyrrverandi sjávarútvefsráðherra um að leifa veiðar stórhvala er ósigur fyrir umhverfisverndarstefnu á Íslandi. Hvalveiðar hafa nánast enga efnahagslega þýðingu fyrir Ísland, en munu valda okkur vandræðum á alþjóðvettvangi. Flest nágrannalönd okkar eru algerlega andsnúin hvalveiðum, og í augum almennings víðast hvar erlendis er litið á hvalveiðar sem villimennsku og tímaskékkju. Við þurfum ekki á því að halda í dag að gefa umheiminum langt nef. Hvalir eru flökkuspendýr og tilheyra okkur ekki frekar en farfuglarnir. Við getum ekki selt okkur sjálfdæmi um það hvort við veiðum hvali, alla vega ekki ef við viljum vera í hópi siðmenntaðra þjóða.  
mbl.is Endurskoðar umhverfi hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Nú er loks hægt að sjá hvernig VG er annarsvegar í orði, og hinsvegar á borði...

Það er mikið búið að gjamma um þetta mál, en þegar Steingrímur loksins getur gert eitthvað í málinu, þá skítur hann uppá bak.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: 365

Steingrímur er búinn að ígrunda þetta mál mjög vel og veit fyrir víst að hann er að breyta rétt þegar kosningar nálgast.  Í einu orði sagt, glæsilegt.

365, 18.2.2009 kl. 16:30

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Já ég er sammála Ingólfi Þór, Steingrímur búinn að drulla upp á bak og því hljóta Einar K. og félagar að vera til í að þrífa rassgatið á honum! Gangi þeim vel!

Vilborg Eggertsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Meirihluti þjóðarinnar styður hvalveiðar samkvæmt könnun, það gerir einnig meirihluti Alþingis s.br. 36 þingmenn fylgjandi.

Ef það á að hlusta á þjóðina, þá á auðvitað að láta þessar snilldar ákvörðun Einars K. standa, eða á kannski bara að fara að vilja þjóðar stundum og stundum ekki.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 16:39

5 Smámynd: Snjólfur Ólafsson

Það er rangt hjá þér Ólafur að þetta sé ósigur fyrir náttúruvernd. Sjálfbærar veiðar á dýrum geta varla flokkast sem ósigur fyrir náttúruvernd. Dregur þú kannski í efa að þetta séu sjálfbærar veiðar?

Hitt er svo annað mál að menn geta haft þá skoðun að þetta sé vond ákvörðun hjá Steingrími. Það má líka fullyrða að þetta sé ósigur fyrir hvalaskoðnuarfyrirtæki, enda þótt það sé óljóst hvort þetta muni valda því að færri útlendingar komi í hvalaskoðun til Íslands.

Snjólfur Ólafsson, 18.2.2009 kl. 16:44

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er mjög ósanngjarnt að agnúast í Steingrím núna. Þessi stóra drullukaka sem Einar K. bjó til á síðustu dögunum í embættinu sínu er varla hægt að fjarlægja svona 1, 2 og 3. Þetta vissi Einar og hlær sig máttlaus núna hvað hann var klár að leggja steina í götu fyrir næsta mann.

En hvalveiðar verða að endurskoða á hverju ári upp á nýtt með hliðsjón á því hversu arðbærir þeir eru í raun og veru og hvort það er markaður til fyrir afurðirnar. Og svo hver fær leyfi fyrir þessa starfsemi. Ég er  viss um að nýja ríkisstjórnin mun sinna þessum málum  vel ef hún fær áfram umboð.

Mér persónulega finnst hvalveiðar bara della og mjög óskynsamlegt að fara út í þetta. Það bætir ekki ímyndina okkar út á við og við megum bara ekki við þessu.

Úrsúla Jünemann, 18.2.2009 kl. 16:45

7 Smámynd: Rúnar B

Áður varr ég á móti hvalveiðum, þó mér væri samt slétt sama þó þeir væru allir drepnir. Það var þetta með ímindina, en ég held að við lítum of stórt á okkur og efast í dag um að margir utan landssins séu að fylgjast með hvort Íslendingar séu að drepa hvali eða ekki. Ég held að fólk hafi margt mikilvægara að hugsa.

Fyrir nokkrum árum var ákveðið að drepa 60 hvali og sú frétt fór á þeim tíma um allan heim að manni fannst, samt man enginn eftir því.

Best væri bara að hætta að tala um þetta.

Rúnar B, 18.2.2009 kl. 17:08

8 identicon

Ég veit ekki hvort að Ólafur dragi sjálfbærni veiða í efa en það geri ég. Sjálfbærni, eins og hugtakið er skilgreint, nær til þriggja þátta líffræðilegra, efnahagslegra og félagslegra. Veiðarnar þurfa að vera lífræðilega sjálfbærar sem þýðir að ekki megi ganga þannig að stofninum að hann eyðist. Ég efast ekki um að svo sé. Þær þurfa líka að vera efnahagslega sjálfbærar - þ.e.a.s. þær verða að standa undir sér. Það efa ég hins vegar stórlega. Jafnvel þó að Snjólfur fari ekki í flókna CB-analísu (þar sem m.a. er litið á hvað þessar veiðar kosta okkur á öðrum sviðum) ætti sá töluglöggi maður að slá einhverja varnagla við að þessi útgerð standi undir sér. Ef þetta á að seljast á "alvöru" markaði þarf að koma til mjög dýr aðstaða til að verka kjötið. Mikill kostnaður er við að farga úrgangi (en stærsti hluti dýrsins fer í ruslið), flutningskostnaður er mikill og ekkert í hendi með þessa svo kölluðu markaði. Þegar upp er staðið er þetta ein stór smjörklípa sem átti að koma VG illa. Húsið skipið brennur á strandstað. Það er búið að koma vanhæfum stjórnendum frá en þeir eru enn að í fjörunni að hleypa lofti ú dekkjum slökkvibifreiða og skera á slöngur slökkviliðsins.En allt er þetta mjög dæmigert fyrir Ísland og Íslendinga.

Kv.

Kristinn

kristinn (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:19

9 identicon

Æ, gleymdi einu atriði í athugasemd minni hér að ofan. Sjálfur er ég á móti hvalveiðum af sömu ástæðum og Kjarval forðum. Þessar skepnur eru í mínu huga það fallegar og tignarlegar að það er mannvonska og skepnuskapur að drepa þær nema um neyðarbrauð sé að ræða - það á ekki við um Íslendinga. Þó að við höfum gert stórt í okkar efnahagslegu buxur.

Kv.

Kristinn

kristinn (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:26

10 Smámynd: Sigurjón

Okkar næstu nágrannar eru Grænlendingar og Norðmenn.  Eru þeir sumsé á móti hvalveiðum segir þú?  Það er eitthvað nýtt...

Auk þess veiðum við farfugla, svo það sé á hreinu.  Þar fyrir utan, synda þessir hvalir þúsundum saman í hafinu í kringum landið og það er alveg ástæða til að éta þá.

Ég neita að gefa mig heimskunni á vald og styðja að hvalveiðum verði hætt, bara vegna þess að einhverjir í útlöndum sem hafa ekki kynnt sér málin vilji það.

Sigurjón, 18.2.2009 kl. 17:44

11 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Þakka góðar athugasemdir, þetta er hitamál og sýnist sitt hverjum. Ég er á móti hvalveiðum vegna þess að við þurfum ekki að veiða hval okkur til framfæris - eins og grænlendingar og aðrir inuitar í Norður Ameríku gera. Það er enginn hefð fyrir stórhvalaveiðum við Ísland - þær hafa verið stundaðar samanlagt í 35 ár af Hval HF. Verðmæti hvalafurða í útflutningi er innan við 2% af verðmæti sjávarafurða, þegar best lætur. Margir stofnar stórhvala eru í útrýmingarhættu, og meðan markaðir í Japan eru oppnir fyrir hvalkjöti leita afurðir sjóræningjahvalveiðiskipa þangað. Það er nokkur fjöldi slíkra á heimshöfunum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er gríðarlega andstaða við hvalveiðar meðal almennings í Evrópu og Ameríku. Við getum auðvitað fullyrt að þetta sé heimskt fólk sem ekki hafi kynnt sér málin - en hvað gerum við ef hvalveiðarnar hafa veruleg áhrif á ferðamannastraum og möguleika okkar til að selja fiskafurðir á mörkuðum? Eigum við þá að fórna stærri hagsmunum fyrir minni? Ég held að ákvörðunin um að leyfa hvalveiðar eigi eftir að valda okkur verulegum vandræðum. Það skrifast fyrst og fremst á Einar K. Guðfinnsson og þá 36 vini hans og bandamenn í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Frjálslynda flokknum sem settu þrýsting á málið með því að leggja fram þingsályktunartillögu um að staðfesta leyfi til hvalveiðar. Ég vona að í komandi þingkosningum breytist þessi hlutföll og að náttúruverndarsinnar verði meira áberandi en í dag. 

Ólafur Ingólfsson, 18.2.2009 kl. 19:15

12 Smámynd: Sigurjón

Þessi söngur um að hvalveiðar spilltu ferðamannabransanum og fiskútflutningi heyrðist þegar byrjað var að veiða hval aftur 2003 og svo 2006 þegar hvalveiðar hófust í atvinnuskyni.  Samt sem áður bólar ekkert á téðum samdrætti.  Það er mesta bull að slíkt muni eiga sér stað.

Hvalveiðar hér við land má rekja til 19. aldar hið minnsta.  Löngu áður en Hvalur HF fór að veiða.  Hvalur í útflutningi er eitt, en hvalur étinn á innanlandsmarkaði er annað.  Það er full ástæða til að auka aðgengi að þessu góða og ódýra kjöti.  Ekki veitir af í kreppunni miklu...

Við getum svo alls ekki verið gerð ábyrg fyrir því að sjóræningjar veiði og selji hval á Japansmarkaði.  Alls ekki!

Sigurjón, 18.2.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband