12.2.2009 | 11:36
Hvar hringdi Davíð bjöllum?
Davíð Odsson segist hafa margoft varað við slæmri stöðu bankanna og yfirvofandi hruni. Geir rekur ekki minni til þess að Davíð hafi varað hann við. Í viðtali Channel 4 í Bretlandi við Davíð frá 3 mars 2008 harmar Davíð lágt lánshæfismat íslensku bankanna sem hann segir óverðskuldað, telur íslenska bankakerfið traust og bætir því við að ríkissjóður Íslands ábyrgist innistæður í icesave reikningunum. Kíkið á viðtalið og spyrjið ykkur spurningarinnar "Hvar hringdi Davíð viðvörunarbjöllum"?
Viðtalið er á slóðinni: http://link.brightcove.com/services/player/bcpid1184614595?bctid=1838513374
![]() |
Geir: Biðst ekki afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Um svipað leyti sagði Geir í sjónvarpsviðtali að þótt því hefði verið haldið fram að bankarnir væru orðnir of umsvifamiklir fyrir íslenskt efnahagslíf teldi hann sjálfur að svo væri ekki. (Því miður hefur mér ekki tekist að finna slóð á þetta viðtal, en líklega var þetta í Kastljósi.)
Birnuson, 12.2.2009 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.