Dabbi kóngur í vondum málum

Þegar Davíð var í MR lék hann hlutverk Bubba Kóngs í uppfærslu leiklistarklúbbs skólans. Ég sá sýninguna í Hákólabíói og hafði gaman af. Davíð lék vel. En sýningin varð honum örlagavaldur. Hann festist í hlutverkinu, vandist á að allir skyldu standa og sitja eins og honum þóknaðist, fylltist ofmetnaði. Nú neitar hann að víkja úr stöðu seðlabankastjóra, telur sjálfur að hann hafi ekki gert neitt rangt, og því eigi hann að njóta fulls trausts. Í raunveruleikanum er þessu ekki svona farið. Hann nýtur ekki trausts vegna þess að hann er einn arkitekta þess skipulags og þeirrar hugmyndafræði sem leiddu okkur fram á barm hyldýpisins. Nú hegðar hann sér eins og Mugabe í Simbabve. Ég ber ekki ábyrgð á neinu sem úrskeiðis hefur farið, segir hann, þið eigið að treysta mér. Dabbi kóngur er í vondum málum, og með þrákelni sinni kemur hann Sjálfstæðisflokknum í vond mál. Davíð verður sjálfsagt rekinn úr embætti, og Flokkurinn neyðist til að verja gamla foringjann. Það mun sennilega verða sjálfstæðismönnum dýrkeypt þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Það er ekki hægt að verja Davíð nema verja glapræði nýfrjálshyggjunnar.
mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki Mugabe einmitt uppáhalds Afríkuleiðtogi vinstrimanna?  Hann er marxisti (vinstrimaður) og því skyldi það ekki vera meðmæli að líkjast honum?

Örvar Bogason (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband