Stöðva hvalveiðar!

Íslendingar ættu að hætta öllum áformum um hvalveiðar. Fyrir því liggja margvísleg rök. Alþjóðasamfélagið er á móti hvalveiðum, og það mun baka okkur mikla óvild ef við höldum áformum um veiðarnar til streitu. Við þurfum að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið, og ef við erum að stunda hvalveiðar mun það skapa þröskuld í samskiptum okkar við Evrópuþjóðir. Það þýðir ekkert að segja að þessu ráðum við sjálfir. Við lifum í heimi þar sem við verðum að taka tillit til sjónarmiða annarra. Hvalir eru flökkuspendýr, sem koma inní íslenska efnahagslögsögu á sumrin. Við eigum ekki þessi dýr. Við þurfum ekki á hvalveiðum að halda til að mæta erfiðu efnahagsástandi. Hvalveiðar munu skila sáralitlum útflutningstekjum (innan við 2% af verðmæti útfluttra sjávarafurða). Við gætum verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni með hvalveiðunum. það hefur verið bent á að hvalaskoðunarferðamennska og hvalveiðar fari ílla saman, en ferðamennskan er einn helsti vaxtabroddur þjónustu á Íslandi. Það er ekki hægt að nota efnahagsleg rök fyrir því að stöðugt níðast á náttúrunni. Kreppan gefur ekki opið leyfi til að hlaupa í hvalveiðar, stórvirkjanir eða álversframkvæmdir. Slíkt er ótrúleg skammsýni. Það verður að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða.
mbl.is Vond stjórnsýsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband