4.2.2009 | 09:47
Hollráð
Þrátt fyrir hryðjuverk íslensku útrásarvíkingana í Bretlandi og tilrauna þeirra til að eyðileggja ímynd Íslands þá eru skynsemdarmenn þarlendir tilbúnir að styðja okkur með góðum ráðum. Leiðari Financial Times bendir réttilega á að íslenskur efnahagur er alltof lítill til að standast ólgusjói alþjóðlegs fjármálakerfis, og það verður að leita vars. Best skjól er innan Evrópusambandsins. Það er auðvitað sorglegt að á Íslandi skuli einangrunaröflin vera í forystu þjóðmálaumræðunnar og ekki sjá aðrar lausnir en að veiða hval eða fara í ríkjasamband við Noreg. Ísland stendur á tímamótum, og framtíð okkar ræðst á næstu mánuðum. Vilja menn að við höldum áfram á sama róli og hingað til, og með stefnu sem hefur leitt okkur í gjaldþrot? Eða eigum við að snúa við blaðinu og hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið nú þegar er lag og sambandið hefur rétt okkur björgunarlínu? Afstaða Samfylkingarinnar og VG er ljós, þar standa menn á öndverðum meiði. Hver er afstaða sjálfstæðismanna og Framsóknar? Menn skyldu hafa það alveg á hreinu að heimskulegar ákvarðanir eins og að heimila stórauknar hvaleiðar eru ekkert annað en skemmdarverk á viðleitni til umræðna við Evrópusambandið. Ef menn vilja láta á það reyna hvort Evrópusambandisaðild gæti verið góður framtíðarkostur ættu þingmenn þessarra flokka að styðja að ákvörðun um hvalveiðar gangi til baka. Vopnaskak Sivar Friðleifsdóttur sýnir að hún er óábyrgur stjórnmálamaður og lýðskrumari sem sér ekki stóru myndina fyrir ákafanum að fiska fylgi með áherslum í dægurmálum.
Besta lausnin er aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.