Stóru málin bíða

Þessi ríkisstjórn á ekki langa lífdaga fyrir höndum, tæpa 3 mánuði. Hún mun vafalaust gera sitt besta til að halda í horfinu, ausa hripleka þjóðarskútuna og reyna að leita vars í ólgusjó kreppunnar. Stóru málunum virðist sumum hafa verið vikið til hliðar. Stjórnarsáttmálin segir nánast ekkert um umhverfismál eða Evrópumálin. Við búum hér við ónothæfan gjaldmiðil sem haldið er á floti með gjaldeyrishöftum. Það er stóra málið. Við verðum að taka upp nýjan gjaldmiðil, dagar krónunnar eru taldir. Það eru draumórar að taka upp norsku krónuna sem gjaldmiðil. Eigum við að banka uppá í Osló og segja, hey, var Gamla Sáttmála nokkurn tíma sagt upp? Eina raunhæfa leið okkar út úr kreppunni er að taka upp evru, og eina leiðin til þess er að ganga í Evrópusambandið. Það er stóra málið. Við búum við veika umhverfislöggjöf, sem stöðugt hefur verið vikið til hliðar ef hún hefur sett óheftri stóriðjustefnu skorður. Ef við hefðum haft umhverfislöggjöf Evrópusambandsins hefði Kárahnjúkavirkjun sennilega aldrei verið byggð. Það er stóra málið. Um það munu kosningarnar vonandi snúast.
mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband