Evrópusambandsaðild forgangsmál

Eftir stjórnarslitin hafa stjórnmálaflokkarnir farið í sama gamla farið í pexi og þrasi. Sjálfstæðismenn draga fram gömlu klysjuna um glundroða vinstri manna, samfylkingarmenn og VG ásaka íhaldið fyrir að vera samt við sig í hagsmunagæslu og Framsókn reynir að selja sig sem nýtt og ferskt afl á miðjunni með því að látast ekki bera neina ábyrgð á efnahagslegum ógöngum Íslands. Menn leggja áherslu á hvað skilur að og sundrar, en lítið fer fyrir samræðu um hvað Íslandi sé fyrir bestu þegar til lengri tíma er litið. Þannig hefur umræðan um mögulega aðild að Evrópusambandinu algerlega horfið í skuggann af dægurþrasinu. Ákvörðun fráfarandi sjávarútvegsráðherra að heimila stórfelldar hvalveiðar, tekin eftir að Geir Haarde var búinn að biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt, er gjörningur sem þjónar því pólitíska markmiði að sundra þeim öflum er gætu stuttminnihlutastjórn SF og VG og gera evrópusinnum erfiðara fyrir í komandi Evrópuumræðu.

Ísland stendur á tímamótum, og það er nú sem framtíð Íslands ræðst. Viljum við halda áfram í sama gamla farvegi flokksræðis og sérhagsmuna eða viljum við inná nýja braut lýðræðis og þjóðarhagsmuna? Menn skyldu velta fyrir sér hvers vegna sterk öfl innan Sjálfstæðisflokks eru svo andsnúin Evrópusambandsaðild? Skyldi það vera vegna þess að þessi öfl sjá í Evrópusambandinu ógnun við þau heljartök sem þau hafa haft á efnahagslífi landsins í gegnum flokksræðið? Ísland er samfélag fákeppni og einokunnar, þar sem misvitrir stjórnmálaleiðtogar hafa gert eins og þeim sýnist - yfirleitt með egin hagsmuni að leiðarljósi. Því verður að breyta. Þar er Evrópusambandsaðlid lykilatriði.


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála Ólafi um gömlu klisjurnar.  Tímasetning ákvörðunar Einars Guðfinnssonar er þar að auki til skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Móðgun við okkur sem kjósum flokkinn óháð því hvaða afstöðu við höfum til hvalveiða.  Gjörningurinn lítur út eins og smjaður fyrir kjósendum í hans eigin kjördæmi.  Vonandi fer Sjálfstæðisflokkurinn að átta sig á því að næsta verkefni er að laga til heima hjá sér áður en hann fer að draga athyglina frá því vandamáli sem helst plagar þjóðina um þessar mundir, efnahagshruninu, með því að búa til ný vandamál eins og Einar Guðfinnsson.

Einar Páll Svavarsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband