Geir greiddi götu ræningjanna

Geir Haarde hefur verið í fylkingarbrjósti nýfrjálshyggjumanna á Íslandi allt frá því hann var í stúdentapólitíkinni í gamla daga. Sem fjármálaráðherra um árabil stóð hann fyrir því að nánast allar kröfur viðskiptaráðs og annarra þrýstihópa græðgisaflanna voru uppfylltar, og greiddi götu braskaranna eftir bestu getu. Nú fellur spilaborgin, eftir stendur að útrásarvíkingarnir voru ræningjabarónar og á stundum ótíndir þjófar. Eftirmæli Geirs þegar hann nú hverfur af sviði stórnmálanna verða nöturleg: hann var einn þeirra sem gerði græðgisöflunum kleyft að fara ránshendi um eigur þjóðarinnar og steypa okkur í skuldaánauð. Þegar öll kurl koma til grafar á kanski eftir að koma í ljós að ástæða þess að bretar beittu okkur hryðjuverkalögum var sú að þeir treystu ekki þeim kumpánum Geir og Davíð.


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Óli, tek undir þetta með þér

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.1.2009 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband