25.1.2009 | 14:52
Afsögn og flokksræði
Það er gott að Bjögvin skuli segja af sér. Fjárlmálakerfið hrundi á hans vakt sem bankamálaráðherra. En það þarf að ganga mikið lengra. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra þurfa að segja af sér. Forsætisráðherra hefur verið í þungamiðju nýfrjálhyggjunnar, og greitt götuna fyrir einkavinavæðingu og græðgisspillingu. Utanríkisráðherra skildi ekki sinn vitjunartíma þegar hún lýsti því yfir sl sumar að á Islandi væri engin kreppa og síðan á borgarafundi í Háskólabíó að mótmælendur væru ekki þjóðin. Þar sýndi hún að hún skilur ekki hvað er í gangi. Nátttröllið í Seðlabankanum þarf að fara frá - og halda sig frá stjórnmálum. Þessir einstaklingar eru allir fulltrúar stjórnmálaflokka sem eru orðnir tímaskékkja. Við þurfum afnám flokksræðisins. Flokksræðið er orðið krabbamein í þjóðarlíkamanum. Í flokksræði varðar menn ekkert um þjóðarhag, þar skiftir mestu máli að slegið sé varðborg um hagsmuni valdaklíkanna í flokkunum. Þetta eru mafíur. Við þurfum stjórnlagaþing og nýtt lýðveldi á Íslandi. Aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Það þarf að uppræta klíkuspillingu flokksræðisins.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er hressandi að lesa þennan pistil hjá þér. Hann er nákvæmlega og í stuttu máli mynd af ástandinu og hvað þarf að gerast.
Hjartanlega sammála þér.
Vilhjálmur Árnason, 25.1.2009 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.