Ábyrgðarleysi að halda stjórnarsamstarfi áfram!

Stjórnin nýtur ekki stuðnings eða trausts lengur. Ráðamenn hafa ekki axlað ábyrgð. Það er mikilvægt að forsætisráðherra segi af sér. Hann er einn arkitekta þess valdaráns nýfrjálshyggjumanna sem átti sér stað á Íslandi á valdatíma Davíðs Oddssonar. Hann bjó til ramma fyrir einkavinavæðingu bankanna, og horfði með velþókknun á fjárglæframanna fara ránshendi um eigur landsmanna. Davíð Oddsson situr enn í dimmuborgum Seðlabankans og ráðskast með ríkisfjármálin. Árni fjármálaráðherra hefur sýnt að hann er vanhæfur um að gegna embætti sínu, og Björgvin viðskiptaráðherra hafði ekki hugmynd um hvert stefndi þegar allt fór í klessu. Mesta ábyrgð á hruninu bera auðvitað fjárglæframennirnir sem stýrðu bönkunum. Þeir tóku áhættu með efnahag Íslands að veði. En þeir störfuðu í skjóli stjórnvalda, vanhæfs fjármálaeftirlits og Seðlabanka sem var ekki þeim vanda vaxinn að hafa eftirlit með því sem var að gerast. Hér verður engin endurreisn eða uppbygging án þess að þessir stjórnmálamenn og embættismenn viðurkenni ábyrgð og segi af sér!


mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband