19.1.2009 | 16:52
Gott hjá þér, Össur!
Ísraelsmenn gera þetta í hvert skipti sem þeir fremja fjöldamorð, ráðast inn í nágrannaríki sín eða brjóta alþjóðalög á annan hátt. Þeir senda ráðherra og sendiherra út um heim þeirra erinda að útskýra hvernig það sé fórnarlömbunum að kenna hvernig fór fyrir þeim. Nú heitir það að dauði yfir 400 barna á Gaza skrifist á ábyrgð Hamas. Það hefði sjálfsagt verið athyglisvert að heyra ísraelska ráðherrann útskýra hvers vegna ísraelsher hefur sprengt sundur alla skóla og menningarstofnanir á Gaza, og á hvern hátt það er almenningi á Gaza að kenna. Gott hjá Össuri að neita að taka á móti menntamálaráðherra Ísraels, nú þarf að taka næsta skref og slíta stjórnmálatengslum við Ísrael!
Ísraelskur ráðherra afboðar komu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2009 kl. 17:46
En kjánaleg ákvörðun á Össurri.Það ber vott um umburðalyndi að heyra líka hina hliðina á málinu.Það er líka gott fyrir íslendinga á heyra um alla þá glæpi og árásir sem palestínumenn og Hamas hafa framið á borgurum Ísraels.Kom mér á óvart hve margir hafa einungis vilja heyra hina hliðina en það ber einungis vott um fáfræði.Kannski ísraelar ættu að fara að sýna blóðug fórnarlömb sinna borgara ?
sunna (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.