Dæmigerður framsóknarmaður

Ég sé ekki hvað er nýtt og ferskt við nýjan formann Framsóknarflokksins. Þetta er sama miðjumoðið, slegið í og úr, og fyrirvarar gerðir svo að alltaf sé til staðar flóttaleið inní sama gamla framsóknaríið. Sama þreytta stefnan í nýjum umbúðum. Ég efast um að þetta dugi til að blekkja kjósendur. Það vantar nefnilega uppgjör við fortíðina, raunverulegt uppgjör. Að taka afstöðu gegn stóriðjuframsóknaríi Valgerðar, segja að Sif hafi verið verri en enginn sem umhverfisráðherra, að Halldór Ásgrímsson hafi gert stórfelld mistök með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak, að einkavinavæðing bankanna hafi verið óafsakanlegur gjörningur, að landbúnaðarstefnan undir forsæti Guðna hafi verið neytendafjandsamleg og í raun hagsmunagæsla fyrir bændur, að kvótakerfið sé runnið undan rifjum stórútvegsmanna sem hafi slegið eign sinni á auðlindirnar í hafinu (munið að Halldór Ásgrímsson var sjávarútvegsráðherra - nei, hann átti engan kvóta, var það ekki mamma hans sem átti kvótann á Höfn í Hornafirði?)... Listinn er langur, en Framsóknarmenn verða kallaðir til ábyrgðar í næstu kosningum, og ég efast um Sigmundur Davíð verði þeirra "Obama".... 
mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband