Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.11.2009 | 14:35
Hættur á moggablogginu
Eigendur Morgunblaðsins fórnuðu trúverðugleika blaðsins með þeim gjörningi að gera Davíð Oddsson að ritstjóra. Þeir velja að gera blaðið að varnarvettvangi sérhagsmuna í sjávarútvegi og Evrópumálum. Ég hef sagt upp áskrift að blaðinu og mun ekki lesa netútgáfu þess. Því er sjálfhætt að blogga á þessum vettvangi.
5.10.2009 | 22:48
Fara að hætti Bokassa, kanski...?
Hétu öll stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2009 | 16:49
Stjórnin í raun dauð
Stjórnin ekki í hættu vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2009 | 15:20
Hættur að blogga...?
Vinur minn spurði mig hvort ég væri hættur að blogga, það væru svo fáar nýjar færslur á blogginu frá mér. Já, ég er eiginlega hættur að blogga. Það eru margir góðir einstaklingar, menn og konur, sem blogga af alvöru á netinu, reyna að hafa áhrif til hins betra og koma skynsamlegum rökum að í umræðunni. Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki. Til að taka þátt í umræðunni verður maður helst að hafa eitthvað uppbyggilegt að leggja til hennar. Ég er því miður á góðri leið með að gefast upp á þessu rugli sem ríkir í stjórnmálum á Íslandi - spillingunni, heimskunni og veruleikabrengluninni - sem endurspeglast best í endurkomu Davíðs Oddssonar inná vettvang stjórnmálanna (já, já, hann er ritstjóri moggans, ekki alþingismaður, en endurkoma hans markar að skrýmsladeild Sjálfstæðisflokksins blæs til sóknar. Nú á að setja spinn á raunveruleikann). Ég nenni ekki að berjast við uppvakninga, og tek mér frí frá blogginu.
21.9.2009 | 13:49
Hinn afstæði sannleikur
Krefur viðskiptaráðherra um svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 13:35
Framtíðarhorfur neikvæðar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2009 | 14:31
Var Davíð ekki hæfur?
Þetta er stórfrétt. Var Dvíð ekki með yfirburðaþekkingu á efnahagsmálum og hagfræði? Hvers vegna var hann þá skipaður seðlabankastóri?
Það vita allir sem fylgst hafa með stjórnmálum á Íslandi að Seðlabanki Íslands hefur um árabil verið geymsla fyrir uppgjafastjórnmálamenn, sérstaklega úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Birgir Ísleifur (D) hafði metnað til að vinna vel, og bar gæfu til að hlusta á hagfræðinga bankans í störfum sínum. Steingrímur Hermannson (B) spilaði golf og tók því rólega, og var ekki til mikilla vandræða. Davíð Oddsson hélt að hann vissi allt betur en allir aðrir um efnahagsmál, enda maðurinn nýbúinn að handstýra ríkisbönkunum til einkavinanna og gefa þeim ótakmarkað svigrúm að braska með því m.a. að leggja niður Þjóðhagsstofnum. Að skipa lögfræðimenntaðan atvinnupólitíkus sem aðalbankastjóra seðlabankans var álíka gáfulegt og hefði hann verið skipaður yfirskurðlæknir á Landspítalanum. En svona hefur nú Ísland helmingaskiptana verið. Flokksgæðingarnir sitja alls staðar í stjórnsýslunni, hæfileikasnauðir, metnaðarlitlir, vanhæfir.
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 13:36
Marklaus skoðanakönnun
Fleiri andvígir aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 16:10
Stjórnarandstaðan innan VG
Það er vel þekkt að það er mikil andstaða við ESB innan VG, og úr röðum þeirra koma sumir virkustu andófsmenn Heimsýnar, félags and-ESB sinna. Þar hafa farið fremstir í flokki Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson og Jón Bjarnason, í góðum selskap með Styrmi Gunnarssyni og með skoðanabróður í Davíð Oddssyni. Þingmaðurinn ungi, Ásmundur Daðason, sem nú telur sig verða fyrir skoðanakúgun, hefur lýst því yfir að hann muni berjast gegn ESB til síðasta blóðdropa. Samtök hans, Bændasamtökin, eru eindregið á móti ESB aðild vegna þess að þau telja slíka aðild ógna hagsmunum bænda. Þetta snýst ekki endilega um þjóðarhag hjá bændum, heldur egin hag.
Ákvörðunin um að sækja um ESB aðild er bundin í stjórnarsáttmála. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur af þingflokkum beggja stjórnarflokkanna. Þingið ræðir nú hvort sótt skuli um. Ef það verður samþykkt, verður send umsókn til sambandsins. Síðan fara fram aðildarviðræður, og um niðurstöður þeirra verður kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingið núna er ekki ræða hvort við eigum að ganga í ESB, heldur hvort við eigum að fara í aðildarviðræður.
Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaráætlun fyrir fyrstu 100 daga stjórnarsamstarfsins, á þeim lista var að sækja um ESB aðild. Allt tal um að verið sé að kúga þingmenn til að beygja sig er út í hött. Það hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp um að sækja um ESB aðild, og ef þingmenn úr röðum stjórnarliða velja að taka þátt í tilraunum Sjálfstæðisflokks og hluta Framsóknar að fella frumvarpið, þá hætta þeir því að fella stjórnina um leið. Þessir þingmenn eiga völina og kvölina. Þetta er harður heimur fyrir hugsjónamennina innan VG.
Hefði þýtt stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.7.2009 | 13:48
Fyrst menn eru svona kurteisir...
Össur brást vel við afsökunarbeiðni Bjarna Benediktssonar. Nú bíður þjóðin eftir því að Bjarni Benediktsson biðji þjóðina afsökunar á afglöpum Sjálfstæðisflokksins við stjórn efnahagsmála síðustu 18 árin. Hann gæti beðist afsökunar á eftirfarandi:
- Að hafa einkavinavætt bankana, látið þá í hendur fjárglæframanna, og þannig sáð fræi efnahagshrunsins.
- Að hafa lagt niður Þjóðhagsstofnun, sem hafði það hlutverk að hafa heildaryfirsýn yfir efnahagsmál á Íslandi. Með þessu var greiningardeildum bankanna gefið svigrúm til að blekkja landsmenn.
- Að hafa skipað óhæfa vildarvini í stöður forstöðumanns Fjármálaeftirlitsins og bankastjóra Seðlabanka Íslands. Þessir aðilar vanræktu eftirlitshlutverk sitt og gerðu icesave martröðina mögulega.
- Að hafa staðið að og viðhaldið spilltu helmingaskiptakerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, og stuðlað beint og óbeint að græðgisvæðingu samfélagsins.
Þetta er bara byrjunin á upptalningu á afglöpum Sjálfstæðisflokksins. Við bíðum spennt eftir afsökunarbeiðnum frá Bjarna Benediktssyni.
Fór fram á afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |