5.11.2009 | 14:35
Hættur á moggablogginu
Eigendur Morgunblaðsins fórnuðu trúverðugleika blaðsins með þeim gjörningi að gera Davíð Oddsson að ritstjóra. Þeir velja að gera blaðið að varnarvettvangi sérhagsmuna í sjávarútvegi og Evrópumálum. Ég hef sagt upp áskrift að blaðinu og mun ekki lesa netútgáfu þess. Því er sjálfhætt að blogga á þessum vettvangi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög skiljanleg ákvörðun. Eru ekki bara einhverjir íhaldsdindlar eftir á þessu bloggi? Einn bloggari fór í gær og þú í dag. Mér sýnist margir vinstri menn vera orðnir dauðþreyttir á ástandinu hér á Mbl.is
Snati (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 14:56
Heill og sæll; Ólafur !
Verð að játa; að mér ógnar - sá atgerfis flutningur, góðra skrifara, héðan af vefnum, svo sannarlega.
Í gær; tilkynnti hinn mæti Ísfirzki Grindvíkungur, Björn Birgisson, hver; oftast, hefir verið á öndverðum meiði, við mig, um sömu ákvörðun sína, sem þú nú úthrópar, frá þínum bæjardurum.
Ég; aftur á móti, er einn þeirra þvergirðinga, sem held mínu striki - þrátt; fyrir tilkomu Sunn- Mýlzka smámennisins, Davíðs þessa Oddssonar, á ritstjóra stól, að Hádegis móum.
Get einfaldlega ekki; gert þeim Rauðvetningum það til geðs, að hverfa í brottu, með mína síðu - þér; að segja.
Megi þér; farnast vel, á nýjum brautum, í spjallheimum, Ólafur minn.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 14:58
Mjög dapurt, ég er að geispa golunni sjálfur (telst varla atgerfisflótti) en Óskar er enn og heldur upp dampinum
Finnur Bárðarson, 5.11.2009 kl. 15:04
Mig langar að benda fólki sem er að hugsa sér til hreyfings á Bloggheimar.is sem er opið bloggsvæði sem reyndar enn er í smíðum en verður fullklárað innan skamms.
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.11.2009 kl. 15:56
Takk Óli fyrir góða pistla og hugmyndir.
Ég virði ákvörðun þín og röksemdir. Ég hef afráðið að sitja þetta af mér, allavega til áramóta.
Arnar Pálsson, 8.11.2009 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.