Hættur á moggablogginu

Eigendur Morgunblaðsins fórnuðu trúverðugleika blaðsins með þeim gjörningi að gera Davíð Oddsson að ritstjóra. Þeir velja að gera blaðið að varnarvettvangi sérhagsmuna í sjávarútvegi og Evrópumálum. Ég hef sagt upp áskrift að blaðinu og mun ekki lesa netútgáfu þess. Því er sjálfhætt að blogga á þessum vettvangi.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Mjög skiljanleg ákvörðun. Eru ekki bara einhverjir íhaldsdindlar eftir á þessu bloggi? Einn bloggari fór í gær og þú í dag. Mér sýnist margir vinstri menn vera orðnir dauðþreyttir á ástandinu hér á Mbl.is

Snati (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 14:56

2 identicon

Heill og sæll; Ólafur !

Verð að játa; að mér ógnar - sá atgerfis flutningur, góðra skrifara, héðan af vefnum, svo sannarlega.

Í gær; tilkynnti hinn mæti Ísfirzki Grindvíkungur, Björn Birgisson, hver; oftast, hefir verið á öndverðum meiði, við mig, um sömu ákvörðun sína, sem þú nú úthrópar, frá þínum bæjardurum.

Ég; aftur á móti, er einn þeirra þvergirðinga, sem held mínu striki - þrátt; fyrir tilkomu Sunn- Mýlzka smámennisins, Davíðs þessa Oddssonar, á ritstjóra stól, að Hádegis móum.

Get einfaldlega ekki; gert þeim Rauðvetningum það til geðs, að hverfa í brottu, með mína síðu - þér; að segja.

Megi þér; farnast vel, á nýjum brautum, í spjallheimum, Ólafur minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 14:58

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mjög dapurt, ég er að geispa golunni sjálfur (telst varla atgerfisflótti) en Óskar er enn og heldur upp dampinum

Finnur Bárðarson, 5.11.2009 kl. 15:04

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mig langar að benda fólki sem er að hugsa sér til hreyfings á Bloggheimar.is sem er opið bloggsvæði sem reyndar enn er í smíðum en verður fullklárað innan skamms.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.11.2009 kl. 15:56

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Óli fyrir góða pistla og hugmyndir.

Ég virði ákvörðun þín og röksemdir. Ég hef afráðið að sitja þetta af mér, allavega til áramóta.

Arnar Pálsson, 8.11.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband