9.8.2009 | 14:31
Var Davíð ekki hæfur?
Þetta er stórfrétt. Var Dvíð ekki með yfirburðaþekkingu á efnahagsmálum og hagfræði? Hvers vegna var hann þá skipaður seðlabankastóri?
Það vita allir sem fylgst hafa með stjórnmálum á Íslandi að Seðlabanki Íslands hefur um árabil verið geymsla fyrir uppgjafastjórnmálamenn, sérstaklega úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Birgir Ísleifur (D) hafði metnað til að vinna vel, og bar gæfu til að hlusta á hagfræðinga bankans í störfum sínum. Steingrímur Hermannson (B) spilaði golf og tók því rólega, og var ekki til mikilla vandræða. Davíð Oddsson hélt að hann vissi allt betur en allir aðrir um efnahagsmál, enda maðurinn nýbúinn að handstýra ríkisbönkunum til einkavinanna og gefa þeim ótakmarkað svigrúm að braska með því m.a. að leggja niður Þjóðhagsstofnum. Að skipa lögfræðimenntaðan atvinnupólitíkus sem aðalbankastjóra seðlabankans var álíka gáfulegt og hefði hann verið skipaður yfirskurðlæknir á Landspítalanum. En svona hefur nú Ísland helmingaskiptana verið. Flokksgæðingarnir sitja alls staðar í stjórnsýslunni, hæfileikasnauðir, metnaðarlitlir, vanhæfir.
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
quote "Hvers vegna var hann þá skipaður seðlabankastóri?" . hann skipaði sig sjálfur seðlabankastjóri þegar sjálfstæðisflokkurinn var byrjaður að falla , þetta er Stórhættulegur anskoti og ætti að vera í fángelsi eða helst einhvað verra . þetta fífl hafði yfirsjón með þessu öllu og Vissi ALVEG hvað væri að fara ske enda sá hann til þess ! .. hann er alls ekki heimskur enda sér það hver maður að það er einhvað í kollinum á þessum ljóta hálvita . ef þið viljið kenna einhverjum um hrunið þá kennið Davíð oddsoni um það .
eyþór (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 14:41
ROFL..
En sú einfelding á alheimskreppuni...
Birgir Örn Guðjónsson, 9.8.2009 kl. 19:26
Sæll Óli.
Eftir lestur á þremur bókum um hrunið þá er eins og að allir höfundarnir séu sammála um hlut Davíðs í því hversu illa fór hér á landi í samanburði við önnur lönd. Það virðist sem að hans hlutur sé í samræmi við þekkingarskortinn og hrokann.
Birgir Örn: Það er ekki verið að ræða heimskreppuna hér - við erum að reyna að átta okkur á séríslenskum aðstæðum sem kostuðu okkur svo mikið. Og kóngurinn Dabbi virðist vera í stóri hlutverki.
Hjálmtýr V Heiðdal, 10.8.2009 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.