Marklaus skoðanakönnun

Maður veltir því stundum fyrir sér hvert sé hlutverk skoðanakannanna í nútímasamfélaginu. Ísland hefur sótt um aðild að ESB, en við vitum ekki hvað aðild að sambandinu mun þýða fyrir okkur fyrr en að loknum samningaviðræðum. Fyrst þá geta menn gert upp hug sinn, og greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Niðurstöður þessarar könnunnar kætir sjálfsagt andstæðinga ESB aðildar, en niðurstöðurnar eru álíka marktækar og ef spurt væri "heldur þú að verði rigning á 17 júní á næsta ári".  
mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er í langflestum tilfellum vitað hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér og mikið meira en nóg til þess að mynda sér skoðun á málinu. T.d. verður ekkert samið um vægi Íslands innan sambandsins, það mun verða miðað við íbúafjölda landsins. Það verður ekkert samið um að yfirstjórn íslenzks sjávarútvegar færist til Brussel. Það verður ekkert samið um þróun Evrópusambandsins í átt til eins ríkis. Það verður ekkert samið um að þá staðreynd að leitun er í dag að málaflokkum innan ríkjsa sambandsins sem ekki lúta að meira eða minna leyti yfirstjórn þess. O.s.frv. o.s.frv.

Eitt helzta útspil íslenzkra Evrópusambandssinna eru loforð um að hér lækki vextir og verðlag umtalsvert við inngöngu í Evrópusambandið. Það verður hins vegar ekki minnzt einu orði á vexti og verðlag í hugsanlegum samningi um inngöngu Íslands í sambandið. Hver verður áróðurinn þá? Að við þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að vita eitthvað um þá hluti??

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sumir vita svo margt um það sem mun gerast. Hvert er vægi Íslands innan sambandsins núna? Samkvæmt því sem Hjörtur segir þá er sjávarútvegurinn afgreitt mál, framtíðarþróunin líka, einnig eitthvað o.s.frv. o.s.frv.,ekki ónýtt að standa svona klár að hlutunum, hlýtur að vera gott að hafa þann góða eiginleika.

Ingimundur Bergmann, 6.8.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband