10.7.2009 | 16:10
Stjórnarandstaðan innan VG
Það er vel þekkt að það er mikil andstaða við ESB innan VG, og úr röðum þeirra koma sumir virkustu andófsmenn Heimsýnar, félags and-ESB sinna. Þar hafa farið fremstir í flokki Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson og Jón Bjarnason, í góðum selskap með Styrmi Gunnarssyni og með skoðanabróður í Davíð Oddssyni. Þingmaðurinn ungi, Ásmundur Daðason, sem nú telur sig verða fyrir skoðanakúgun, hefur lýst því yfir að hann muni berjast gegn ESB til síðasta blóðdropa. Samtök hans, Bændasamtökin, eru eindregið á móti ESB aðild vegna þess að þau telja slíka aðild ógna hagsmunum bænda. Þetta snýst ekki endilega um þjóðarhag hjá bændum, heldur egin hag.
Ákvörðunin um að sækja um ESB aðild er bundin í stjórnarsáttmála. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur af þingflokkum beggja stjórnarflokkanna. Þingið ræðir nú hvort sótt skuli um. Ef það verður samþykkt, verður send umsókn til sambandsins. Síðan fara fram aðildarviðræður, og um niðurstöður þeirra verður kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingið núna er ekki ræða hvort við eigum að ganga í ESB, heldur hvort við eigum að fara í aðildarviðræður.
Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaráætlun fyrir fyrstu 100 daga stjórnarsamstarfsins, á þeim lista var að sækja um ESB aðild. Allt tal um að verið sé að kúga þingmenn til að beygja sig er út í hött. Það hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp um að sækja um ESB aðild, og ef þingmenn úr röðum stjórnarliða velja að taka þátt í tilraunum Sjálfstæðisflokks og hluta Framsóknar að fella frumvarpið, þá hætta þeir því að fella stjórnina um leið. Þessir þingmenn eiga völina og kvölina. Þetta er harður heimur fyrir hugsjónamennina innan VG.
Hefði þýtt stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Athugasemdir
Það er samt alltaf betra að vera að vera hugsjónamaður því þá veit maður hvenær maður hefur staðið við fyrirheit sín og hvenær ekki
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.7.2009 kl. 16:25
Sæll Ingólfur, gaman að heyra frá þér. Já, hugsjónamennska er góð, en svo er raunveruleikinn líka sem maður verður að taka tillit til. Og vel að merkja, hugsjónamenn hafa ekki alltaf rétt fyrir sér...
Ólafur Ingólfsson, 10.7.2009 kl. 16:46
Einmitt, okkur finnst flestum að þrátt fyrir hrífandi sögu og áhrifa- og tilfinningaríka, þá hafi Bjartur ekki gert rétt, en kannski átti hann ekki svo mikið val.
Við eigum val: Styðja íhaldið í áframhaldandi skemmdarverkum á íslensku samfélagi, eða hegða okkur eins og fólk og hætta VG- mennsku.
Ingimundur Bergmann, 11.7.2009 kl. 20:34
Sellufundur í gangi...
Sælir Ingólfur og Óli. Það er harður heimur sem hið ljúfa líf Sjálfstæðis - og Framsóknarflokkarnir skilur eftir sig. Bæði ESB og Icesave málin eru hluti af því stóra máli sem heitir endurreisn efnahagslífsins. VG menn verða að kyngja því að það eru ekki margir kostir í stöunni. En allra verst yrði ef gömlu flokkarnir sem komu okkur í skítinn nái völdum á ný. Þá sitjum við uppi með sömu mál en aðrar lausnir.
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2009 kl. 12:39
Ég treysti íslendingum til thess ad klúdra öllu sem haegt er ad klúdra. En ég get huggad mig vid thad ad their sem klúdra málum landsins endanlega (kjósendur spillingarflokksins og framsóknarspillingarinnar) munu á endanum refsa sér sjálfir med heimskulegum gjördum sínum.
HRÓKUR (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.