9.7.2009 | 13:48
Fyrst menn eru svona kurteisir...
Össur brást vel við afsökunarbeiðni Bjarna Benediktssonar. Nú bíður þjóðin eftir því að Bjarni Benediktsson biðji þjóðina afsökunar á afglöpum Sjálfstæðisflokksins við stjórn efnahagsmála síðustu 18 árin. Hann gæti beðist afsökunar á eftirfarandi:
- Að hafa einkavinavætt bankana, látið þá í hendur fjárglæframanna, og þannig sáð fræi efnahagshrunsins.
- Að hafa lagt niður Þjóðhagsstofnun, sem hafði það hlutverk að hafa heildaryfirsýn yfir efnahagsmál á Íslandi. Með þessu var greiningardeildum bankanna gefið svigrúm til að blekkja landsmenn.
- Að hafa skipað óhæfa vildarvini í stöður forstöðumanns Fjármálaeftirlitsins og bankastjóra Seðlabanka Íslands. Þessir aðilar vanræktu eftirlitshlutverk sitt og gerðu icesave martröðina mögulega.
- Að hafa staðið að og viðhaldið spilltu helmingaskiptakerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, og stuðlað beint og óbeint að græðgisvæðingu samfélagsins.
Þetta er bara byrjunin á upptalningu á afglöpum Sjálfstæðisflokksins. Við bíðum spennt eftir afsökunarbeiðnum frá Bjarna Benediktssyni.
Fór fram á afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
og hvað með Samfylkinguna, þú athuga að Össur vara "bara" að biðjast afsökunar á að ríkisstjórnin hafi vísvitandi haldið gögnum frá Alþingi. Samfó hefur ekki beðist afsökunar á fyrri gjörðum Alþýðuflokks og svo kálhausasetu sinni í ríkisstjórninni þar sem enginn vissi neitt um þau málefni sem undir þau féllu og vísa allri ábyrgð á aðra.
úpps sorrý gleymdi því að samfó fer eftir öðrum siðferðislögmálum en allir aðrir.
nr.1 ef það hentar ljúga
nr.2 ef það hentar fela
nr.3 ef það hentar gleyma
nr.4 ef það hentar þegja.
nr. 5 ef það hentar segja
nr. 6 ef það hentar breyta reglum 1-5
Kristinn (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 14:01
Þú ert brattur, saknarðu Davíðs og íslenska efnahagsundursins hans Hannesar Hólmsteins? Saknarðu gömlu góðu tímanna þegar Davíð og Halldór gerðu útum málin, lýstu yfir stríði á hendur Írak og svoleiðis?
Ólafur Ingólfsson, 9.7.2009 kl. 14:09
haha, eins og maður átti von á kom svar með samfó heilkennisbrag.
Kristinn (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 14:24
Heimskuleg athugasemd frá Kristni hérna. Það er nú svolítið annað að hafa verið í stjórn í 18 mán eða 18 ár. Samfylkingin settist í fyrsta skipti í stjórn þegar D og SF mynduðu ríkisstjórn 2007.D og B voru búinir að stjórna árum saman og allt stjórnkerfið njörvað niður samkvæmt þeirra reglum og venjum. Einkavinir og flokksbullur hvar sem litið var. Það tekur gott betur en 18 mán að átta sig á umhverfi stjórnkerfisins og umfangi.
En alveg er ég viss um að SF getur alveg hugsað sér að biðja afsökunar á verkum þessarar ríkisstjórnar með D. Varla ætlast Kristinn til að núverandi stjórn biðji afsökunar á því að reyna að bjarga því sem bjargað verður í núverandi stjórn ? Hugsaðu svolítið áður en þú fellir dóma Kristinn....
Ína (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 14:24
,,Að hafa einkavinavætt bankana, látið þá í hendur fjárglæframanna, og þannig sáð fræi efnahagshrunsins."
Jóhanna Sigurðardóttir gaf það út fyrir skömmu að aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar væri að einkavæða bankana AFTUR innan 5 ára!
Beta (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 14:39
Enn heimskulegra er nú innlegg þitt Ína, viltu segja mér hvað lengi menn þurfa að vera í stjórn til að taka ábyrgð, er það á öðru kjörtímabili eða ? Hvað voru þessi aðilar sem settust í ríkisstjórn fyrir samfó búnir að vera þingmenn lengi sbr. Ingibjör og Össur og fleiri. Það er stórkostlegt ábyrðgðarleysi að þeir sem urðu ráðherra samfó hafi ekki sett sig inn í þau mál er þá vörðuðu heldur haldið áfram að vaða sama skítinn og taka þátt í partíinu sem er nákvæmlega það sem þau gerðu.. Hvenar þarf núverandi ríkisstjórn að byrja að bera ábyrð ? eftir 6 ár eða aldrei, eru þau kannski með frítt spil af þinni hendi varðandi icesave samninga af því að þau eru búinn að vera svo stutt. Heimskuleg hugsun. Það sama virðist vera að gerast með SJS, hann er sokkin í sama sorann og hinir sulluðu í, leynimakk og lygar
Kristinn (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 14:40
Hallo Beta. Það er munur á því að einkavæða og einkavinavæða. Svokölluð ráðherranefnd (Davíð Oddsson, Geir Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir) tók ráðin af einkavæðingarbefnd og handstýrði bönkunum í hendur einkavina Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þessi saga er rakinn í bók Ólafs Arnarsonar, "Sofandi að feigðarósi". Jóhanna vill einkavæða bankana, og það er hið besta mál. Það er allt annað en að einkavinavæða.
Kristinn bara froðufellir og tautar samfylking, samfylking, en sér ekki orsök og afleiðingu í málinu. Sorglegt dæmi um hvernig pólitíkur átrúnaður getur gert menn blinda.
Ólafur Ingólfsson, 9.7.2009 kl. 14:57
Kristinn þessi er greinilega einn hinna innvígðu, innmúruðu og framfallandi fylgismanna FLokksins, gott ef hann er ekki líka einkavinur ef betur er að gáð.
Sjálfstæðismenn eru þessa dagana fastir í orðhengilshætti, sparðatíningi og útúrsnúningum og eiga sér aðeins eina ósk og hún er að stjórnin falli. Það er nefnilega von þeirra að þá komist þeir að og geti farið að hylja slóð sína í stjórnkerfinu. Vonandi verður þeim ekki að þeirri ósk sinni, því þrátt fyrir allt þá er Ísland fyrir Íslendinga, en ekki bara fyrir hina útvöldu með hópsálarheilkennin.
Ingimundur Bergmann, 9.7.2009 kl. 21:16
Gód faersla eins og venjulega!
Thad er ekki haegt ad búast vid ad thetta fólk skammist sín eda endurskodi afstödu sína thví thetta er sidblint og óvandad fólk.
Vidbjódslegir drulluhallar.
Thad tharf ad sjá til thess ad útiloka thessa spillingarflokka. Varanleg einangrun spillingarflokksins og framsóknarspillingarinnar er thad eina sem bjargar thjódinni.
Korri (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.