3.7.2009 | 09:33
Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael
Rannsóknarnefndir frá Sameinuðu Þjóðunum og Amnesty International hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísrael sé sekt um stríðsglæpi á Gaza. Ísrael er ofbeldisfullt hernámsríki sem brýtur alþjóðalög og hundsar kröfur alþjóðasamfélagsins um að skila hernumdu svæðunum. Þvert á móti, Ísrael byggir út hertökubyggðir og iðkar landrán og ofbeldi gagnvart íbúum herteknu svæðanna.
Það er mjög erfitt að þvinga Ísrael til eftirgjafa svo lengi sem Bandaríkin sjá sér hagsmuni af því að verja ofbeldisverk ríkisins og styðja landið ótæpilega. Ísraelska herveldið er ekki fjármagnað með útflutningi á appelsínum, heldur veita Bandaríkin milljörðum dollara árlega til að viðhalda hernaðarmætti Ísraels sem í dag er fjórða öflugasta herveldi jarðar. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að einangra Ísrael með því að kaupa ekki ísraelskar vörur. En við ættum að ganga enn lengra og slíta stjórnmálasambandi við landið. Ísrael hefur gert sig sekt um alla þá glæpi sem nasistaríki Þýskalands var svo alræmt fyrir: árásar- og landvinningastríð á hendur nágrönnum sínum, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, fangelsun fólks án dóms og laga, mismunun þegna eftir trúarbrögðum, og svo mætti lengi telja. Ísraelsríki var stofnað fyrir tilstuðlan Sameinuðu Þjóðanna, og Ísland var meðal fyrstu landa í heimi til að viðurkenna ríkið. Nú ættum við að verða meðal þeirra fyrstu til að viðurkenna að það voru mistök, og slíta stjórnmálasambandi við landið.
Saka Ísraela um stríðsglæpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
☆☆☆☆☆ Fyrir pistilinn. Tími til kominn. Sammála.
Sammála (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 13:34
Tek undir. Kannski auglýsa að reynt verði aftur að hafa áhrif á Israel um diplómatiska leiða eftir 6 mánuði ?
Hvetja alla notendur Gegnis bókasafnskerfissis er sem er Israelskt, að hætta að nota það t.d. á föstudögum ?
Hvað með að þrýsta á um að Israel fá ekki að taka þátt í Eurovision Song Contest ? Israel er ekki í Evrópu hvort sem er ...
Morten Lange, 3.7.2009 kl. 14:40
Ég átti við að slita stjórnmálasambandi og gefa þeim svo 6 mánuði til að bæta sér áður en reynt verða aftur hvort gagn sé í að halda uppi stjórnmálasambandi. Þannig er maður aftur að pota í þá með reglulegu millibili og sýna að maður er fullur vilja til samstarfs ef þeir bæta ráð sitt.
Morten Lange, 3.7.2009 kl. 15:23
sammála greinarhöfundi
Óskar Þorkelsson, 3.7.2009 kl. 16:51
já ég er sammála og við eigum líka að ganga úr saminuðu óbermunum, Sameinuðu Skrímslin
Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 18:45
tótallí sammála
Heiða B. Heiðars, 3.7.2009 kl. 20:36
Sammála og tek undir hvert orð. Og bæti við: EKKI kaupa Soda Stream. Það er framleitt í Ísrael og söluágóðanum er varið í helför Palestínumanna.
Jens Guð, 3.7.2009 kl. 23:42
Palestínumenn fremja líka stríðsglæpi
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 05:12
Eins og Gunnar Th. Gunnarsson bendir á þyrftu menn þá einnig að hætta samskiptum við Palestínumenn, þar sem þeir eiga einnig til að fremja stríðsglæpi, svo ekki sé minnst á hryðjuverk og misþyrmingu á stúlkubörnum.
Svo er hitt hvort ekki væri eðlilegra að slíta stjórnmálasambandi við ESB, sem sekt um allt þetta og meira til.
Fleiri lönd gætu einnig verið heppilegir kostir til að slíta stjórnmálasambandi við, sökum stríðsglæpa, landvinninga og fleira, eins og t.d. Kína, flest miðausturlönd, Rússland, Bandaríkin, Japan og Kúba.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 08:00
Já já, Bandaríkin, Kína, Rússland, Holland, Bretland, Ísrael og svo mætti lengi telja.... Þegar ég horfi á heiminn og hvernig lönd níðast endalaust á öðrum löndum í skjóli propaganda sem við lepjum upp úr heimspressunni án þess að krítisera, þá langar mig að segja mig úr stjórnmálasambandi við plánetuna og flytja burt af henni. Mannkynið er sorglega stutt komið í áttina að því að vilja frið og mannréttindi. Við veljum öll peninga fram yfir mannslíf, hvert einasta land og við Íslendingar líka. Rísum aldrei upp ef það hentar ekki vegna viðskiptasambanda og lýsum yfir stuðningi við stríð til þess að verna eigin hagsmuni. Viðbjóður!
Hippastelpa, 4.7.2009 kl. 12:19
Að tala um stríðslæpi palestínumanna er svipað og að segja að franska andspyrnuhreyfingin hafi stundað stríðsglæpi gagnvart nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Hryðjuverk palestínumanna eru andóf gegn kúgun ofjarls sem ísraelsríki er. Hvernig er hægt að réttlæta manndráp á hvorn veg sem er verður siðferðisleg spurning sem ekki er hægt að svara, en samt finnst mér meira skiljanlegt að palestínumenn vegi ísraela heldur en öfugt. Til að verja tilverurétt minn og minnar fjölskyldu væri ég tilbúinn til að drepa sakleysingja ef það myndi hjálpa, en ég myndi ekki gera það nema í ítrustu neyð. Ítrasta neyð er núna í Ísrael/Palestínu.
Gunnar Bergmann Steingrímsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 13:49
menn eins og Gunnar Th og Pétur Guðmunds koma í veg fyrir allar framfarir í palestínu.
sauðþverir og þröngsýnir..
Óskar Þorkelsson, 4.7.2009 kl. 13:51
Heill og sæll; Ólafur - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !
Þessir ágætu Semítar; Gyðingar (Ísraelar) og Filistear (Palestínumenn); ásamt öðrum Aröbum, ættu að fá jarðnæði gott; norður í Síberíu, hjá bræðrum mínum, þeim Medvedv og Pútín - hvar ógrynni lands, bíður fólks og fénaðar.
Allt; frá Máretaníu ströndum Atlantshafsins - austur til Persaflóa, hvar; þetta ágæta fólk hefir búið, mann fram að manni, hefir það ekki verið, til nokkurs friðs, enda,... hefir trúar hita ruglið; þeirra hvorutveggju, ásamt allt of heitri veðráttu, lungan úr árinu, skapað það. Síberíu frosthörkur; yrðu snöggar, að kæla niður mannskapinn, gott fólk.
Að sjálfsögðu; hefðu þeir Arabar, um 75 - 80% olíuhagnaðarins, með sér, norður eftir - hin 20%, mættu renna, sem afgjald, til Rússneska Landskassans (Ríkis sjóðsins), og allir mættu vel við una.
Mið- Austurlönd; hefðum við aðrir jarðarbúar, fyrir okkur; síðan, sem ákjósanlega vetrardvalarstaði, gott fólk.
Það mál leyst; í eitt skipti - fyrir öll !
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 15:38
Það er í góðu lagi að taka aðeins í hnakkadrambið á Ísraelsmönnum - klárlega. Þeir hafa fengið næði til að ganga alltof langt
Gísli Foster Hjartarson, 4.7.2009 kl. 18:19
ég er sammála. punktur.
Brjánn Guðjónsson, 4.7.2009 kl. 19:37
þið vitið að þetta sríð er búið að vera í gangi síðan 1948?, síðan Ísrael lýsti yfir sjálfstæði og 7 arabaríki réðust á þá í kjölfarið. ég er ekki að segja að ísraelsmenn séu ekki að ganga of langt. En hvernig færir ÞÚ að því að klára seinni heimsstyrjöldina?
gusti (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 21:34
Kominn tími á að setja Ísraelska hryðjuverkaríkið í einangrun.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.