2.7.2009 | 16:34
Stjórnarandstöðuna skortir þroska
Það er góðra gjalda vert ef Ögmundur telur að stjórnarandstaðan sé fær um að skoða icesave samninginn á óhlutlægan hátt og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Þarna ofmetur hann lýðræðisþroska stjórnarandstöðunnar. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ganga alltaf í takt, sama hvaða vitleysu flokksforystan etur þeim útí. Munið bara eftir því þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson létu Ísland lýsa yfir stríði á hendur Írak vegna meintrar ógnunnar við okkur. Þá æmti enginn eða skræmti í þingliði flokkanna. Munið eftir fjölmiðlamálinu og Kárahnjúkavirkjun, alltaf var gengið í takt. Nú hafa forystumenn flokkanna, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, valið að æsa fólk til andstöðu við icesave samkomulagið, og hafa ekki sýnt neinn vilja til að koma að lausn málsins á uppbyggilegan hátt. Að vona að stjórnarandstaðan komi málefnalega að þessu er eins og að vona að gullfiskar læri að spila á gítar. Það mun ekki gerast...
Ögmundur ekki ákveðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Óli
Það er furðulegt að lesa það að skoðanakannanir sýni aukið fylgi B&D. Er þessari þjóð viðbjargandi? Þarf að skipta um þjóð?
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.7.2009 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.