Grenivćđingin

Ţađ er veriđ ađ breyta stórum landsvćđum á Íslandi í greniskóga. Skógarplöntunum er venjulega plantađ í gróiđ land, og ţannig skipt frá túnrćkt eđa mólendi yfir í skóga. Greniskógar ţekja gríđarleg landsvćđi á norđurhveli, og eru sennilega víđfemasta vistkerfi jarđar. Greniskógabeltiđ er fremur fábreytt, og búsvćđi hlutfallslega fárra annarra tegunda plantna eđa dýra. 

Á Íslandi virđist vera nánast sátt um ađ ţađ sé hiđ besta mál ađ grenivćđa landiđ. Ég er algerlega ósammála ţessu. Mér finnst íslenska heimskautatúndran falleg, og nýt ţess ađ hafa gott útsýni til fjalla og dala. Ţéttur greniskógur er dimmur, án undirgróđurs. Mér finnst raunar óskiljanlegt ađ ekki ţurfi ađ setja áćtlanir um skógrćkt í umhverfismat, ţar sem metiđ er hvađa náttúruverđmćti tapast vegna skógrćktar. Íslensk náttúra er mótuđ af legu landsins á mörkum hlýrra og kaldra haf- og loftstrauma, auk ţess sem eldvirkni (öskufall og hraun) og jöklar setja mark sitt á náttúruna. Náttúrulegt gróđurfar hér er birkiskógur á láglendi, mýrlendi og graslendi, og lágarktisk túndra međ blómplöntum, en mosar, grös og hálfgrös í hraunbreiđunum. Greniskógar eru framandi í íslenskri náttúru, og rćktun ţeirra leiđir til fábreittari vistkerfa.

Skógrćkt á Íslandi getur aldrei orđiđ raunverulega arđbćr. Til ţess er vaxtartíminn allt of stuttur. Ţađ tekur tré 100 ár á Íslandi ađ ná sama umfangi og ţau ná á 20-40 árum ţar vaxtartími er lengri. Ţađ vćri fróđlegt ađ sjá alvöru arđsemisútreikninga skógrćktar, og samanburđ á arđsemi skógrćktar og annars landbúnađar eđa annarra landnytja.


mbl.is Milljón plöntur á Silfrastöđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurđsson

Ekki hef ég hundsvit á skógi eđa skógrćkt. Eina trjátegundin sem ég ţekki međ vissu er jólatré.

Hins vegar tók sig upp gömul saga ţegar ég skođađi skógrćktarmyndirnar: Elísabet bretadrottning kom í opinbera heimsókn til Íslands um áriđ á forsetatímabili Vigdísar og var eins og ađrir ţjóđhöfđingjar drifin til Ţingvalla og látin planta tré í Vinaskóginum sem Vigdís hafđi stofnađ til. Og ţar stóđ Hennar Hátign mitt í skóginum međ plöntuna í höndunum og glápti í allar áttir og spurđi svo: "Where is the wood?" og Vigdís svarađi: "Look out you are stepping on it"!!

Jón Bragi Sigurđsson, 26.6.2009 kl. 10:41

2 identicon

Ég er ađ mestu leyti sammála Ólafi Ingólfssyni um ađ menn ţyrftu ađ horfa meira fram á veginn, ţegar ákveđiđ er hvar og hvernig á ađ planta trjám í stórum stíl. Ţađ hefur alla tíđ vakiđ spurningar í mínum huga í hvert skipti sem ég ek t.d. um Stafholtstungur og Norđurárdal í Mýrasýslu sú árátta skógrćktarfólks, ađ planta innfluttum trjátegundum í ţau fáu svćđi, ţar sem birkiskógarleifar eru. Ekki síđur ađ planta helst lúpínu, ţeirri annars ágćtu landgrćđslujurt, helst ţar sem gróđur er fyrir, svo sem lyng- og móagróđur og kvistlendi. - Ţađ virđist vera markmiđ skógrćktarfólks ađ útrýma upprunalegum gróđri landsins, á ţeim fáu stöđum ţar sem yfirleitt einhver upprunagróđur enn ţrífst, og yfirgnćfa hann međ barrtrjám.  -  Jón Bragi, ég veit ekki til ađ nein trjátegund heiti jólatré. Vinsćlast allra barrtrjáa hér á landi í sölu sem jólatré hefur veriđ Norđmannsţinur, en hann hefur ekki tekist ađ rćkta hér. Svo hafa menn eitthvađ notađ stafafurur og ekki síst hinar ýmsu grenitegundir, svo sem blágreni, rauđgreni og eitthvađ sitkagreni. Hvítgreni hefur lítiđ veriđ rćktađ hér og sjaldgćft sem jólatré. Svo má ég til ađ bćta ţví viđ ađ ţau Silfrastađahjón hafa fyrst og fremst rćktađ lerki, en smávegis hafa ţau veriđ ađ gróđursetja lauftré undanfariđ, eins og milljónasta tréđ ber vott um.

Ögmundur (IP-tala skráđ) 26.6.2009 kl. 11:02

3 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Milljónasta tréđ er ösp, sýnist mér af myndinni ađ dćma.

Ólafur Ingólfsson, 26.6.2009 kl. 11:23

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurđsson

Takk Ögmundur. Ţetta var nú hugsađ sem grín ţetta međ jólatréđ. Mér finnst alltaf dáldiđ hjákátlegt ađ sjá "jólatré" standa uppi í grýttum hlíđum landsins.

Jón Bragi Sigurđsson, 26.6.2009 kl. 11:35

5 identicon

Ég fć nú ekki séđ, ađ veriđ sé ađ kaffćra allt gróđurlendi á Íslandi í greniskógi, ţótt plantađ sé í kannski 20 km2 á ári alls kyns trjátegundum, ţ.m.t. greni. Međ sama áframhaldi tćki ţúsund ár, ađ setja skóg í allt gróđurlendi á Íslandi. Sem betur fer er líka plantađ í lítt eđa ekki gróiđ land, svo innan skekkjumarka verđur ísaldarjökull aftur lagstur yfir 90% landsins, áđur en allt gróđurlendi verđur kaffćrt í greniskógi. Mér finnst hvers kyns skógur, sem vel ţrýfst, enn sem komiđ er, skemmtileg tilbreyting í okkar fábreytta gróđurlendi. Međan minnihluti gróđurlendis er skógur, geta menn andađ međ nefinu, sem sagt nćstu 500 árin a.m.k. Ég hefđi viljađ sjá margfalt meiri skógrćkt á Íslandi. Mér finnst skjóta skökku viđ, ađ býsnast í öđru orđinu yfir ţví, ađ veriđ sé ađ kaffćra landiđ í greniskógi, en segja í hinu, ađ skógurinn vaxi svo hćgt hérlendis, ađ aldrei geti orđiđ arđur af rćktuninni. Hver skyldi vera arđurinn af sauđfjárrćkt á Íslandi, mćlt í %? Miđađ viđ ţá milljarđa, sem fara í beingreiđslur árlega í ţeirri búgrein, getur arđsemin varla veriđ mikil.

Ögmundur: lúpinu hef ég plantađ í vel gróiđ kjarrlendi, fjórum plöntum áriđ 1965. Ţćr týndu smám saman tölunni, enda takmörk fyrir ţví, hve gömul ein lúpínuplanta getur orđiđ. Ekki náđu ţćr ađ sá sér út blessađar, ţrátt fyrir árlegan frćburđ međan ţeirra naut viđ og međfylgjandi tilraunar til spírunar, enda gróđursvörđurinn ekki ađeins háplöntur heldur líka allnokkurt mosalag. Hrćddur er ég um, ađ erfitt gćti reynst ađ útrýma öllum gróđri á Íslandi međ lúpínu. Ţađ vćri blátt áfram í andstöđu viđ náttúrulögmálin, ef slíkt vćri hćgt. Jafnerfitt og ađ fá vatn til ađ renna uppímóti.

S.Á. (IP-tala skráđ) 29.6.2009 kl. 15:01

6 Smámynd: Ađalsteinn Sigurgeirsson

 

•„Ég er alinn upp viđ ađ fussa og sveia ţegar ekiđ er framhjá furulundinum í ţjóđgarđinum - ţađ er skilyrt viđbragđ hjá mér ţegar ég kem á Ţingvelli ađ segja ađ hann sé ljótur”
•„Ég velti ţví samt stundum fyrir mér hvort ţessi hreinleikakrafa sé kannski tímaskekkja á öld fjölmenningarinnar; ef menn vilja ekki útlend tré, ekki lúpínu og ekki erlenda fósturvísa í kýr - hví ćttu ţeir ţá ađ vilja útlent fólk?”
Egill Helgason, skodun.is, 27/4 2004

Ađalsteinn Sigurgeirsson, 29.6.2009 kl. 23:48

7 Smámynd: Ađalsteinn Sigurgeirsson

Í könnun IMG-Gallups sem unnin var fyrir Skógrćkt ríkisins áriđ 2004 voru landsmenn spurđir um afstöđu sína til barrtrjáa á Ţingvöllum: 35% ađspurđra höfđu á ţessu máli enga skođun; 33% fannst ađ ţeim barrtjám sem nú ţegar eru á Ţingvöllum ćtti ađ ţyrma en ekki gróđursetja fleiri og 28% fannst ađ  barrtré mćttu vera á Ţingvöllum til frambúđar. Ađeins 4% fannst ađ barrtré ćttu ekki ađ vera á Ţingvöllum og ţví ćtti ađ fjarlćgja ţau.

 

Í sömu könnun var spurt „Myndir ţú vilja auka eđa minnka skóga hérlendis eđa

finnst ţér skóglendiđ hćfilegt?“ 46% vildu „auka skóga mikiđ“, 39% vildu „auka skóga nokkuđ“, 14,5% fannst hćfilega mikiđ af skógum í landinu en 1% vildi ađ skógar vćru hér minni en raunin er.

 

Einnig var spurt „Hver er uppáhaldstrjátegund ţín?“ Tćplega helmingur ţeirra sem tóku afstöđu nefndu birki, 14% greni og 10% aspir.

 

Ţađ virđist ţví vera nokkur sannleikskjarni í ţeirri stađhćfingu Ólafs, ađ „á Íslandi virđist vera nánast sátt um ađ ţađ sé hiđ besta mál ađ grenivćđa landiđ.“

  

Hannes Hafstein komst svo ađ orđi í Aldamótakvćđi sínu:

 

Sú kemur tíđ, er sárin foldar gróa,

sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,

brauđ veitir sonum móđurmoldin frjóa,

menningin vex í lundi nýrra skóga.

 

Almenningur í landinu virđist sáttur viđ ađ aldargamall draumur Hannesar um „lundi nýrra skóga“ (og sömuleiđis vaxandi frjósemi jarđvegs, aukna kornrćkt og vaxandi menningu) megi verđa ađ veruleika, ţótt Ólafur (og lítill minnihluti landsmanna) líti á slíkt sem dystópíu. Sem sýnir eina ferđina enn ađ sínum augum lítur hver silfriđ. Um smekk verđur seint deilt međ rökum.

Ađalsteinn Sigurgeirsson, 30.6.2009 kl. 01:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband