Rjúfa stjórnmálasamband við Ísrael

Ísrael hernemur palestínskt land í trássi við alþjóðalög, og gerir tilkall til þess að aðskilnaðarstefna þess sé viðurkennd af umheiminum. Ísrael hefur marg oft farið með hervaldi mót nágrönnum sínum og heldur milljónum manna föngnum undir ofbeldisfullu hernámi. Ísrael er sekt um gróf mannréttindabrot og stríðsglæpi gagnvart palestínumönnum. Ísrael býr yfir kjarnorkuvopnum og er stærsta ógnunin við frið í Miðausturlöndum. Ísrael er skammarblettur í sögu Sameinuðu Þjóðanna, sem stóðu fyrir stofnun ríkisins. Ísland ætti að rjúfa stjórnmálasamband við þetta ofbeldisríki og taka upp fullt stjórnmálasamband við palestínumenn.  
mbl.is Netanyahu sagður hafa útilokað frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Óli

Kíktu á bloggið mitt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.6.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Ísland ætti nú frekar að slíta stjórnmálasambandi við hryðjuverkasabönd Hamar og palestínu.Sameinuðu Þjóðirnar samþykktu þetta land 1948.Ísrael hefur verið í stríði meira og minna síðan við palestínu,Sýrland,of fleiri,þessi litla þjóð hefur barist fyrir sínu landi síðan,þeir hertóku mikið landsvæði sér til varnar og gerðu lítið úr sveitum araba,ég man hér um árið þegar palestínu menn sprengdu upp flugvél með fullt af fólki,svo ég get ekki sé hvor þjóðin er meiri skaðvaldur,sem hlutlaus í þessu,þá styð ég frekar Ísrael heldur en palestínu,og hreinlega kæri mig ekki um að Ísland sé að skipta sér að þessu stríði þarna,við höfum nú nóg með að reyna að stjórna okkar þjóð.Og ég tel ríkisstjórnina ekki hafa umboð til að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael,allavega ætti að vera þjóðaatkvæði um það,og maður fer þá bara eftir meirihlutanum,takk fyrir. kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 15.6.2009 kl. 17:16

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ef Jóhannes er harður á því að slíta stjórnmálasambandi við aðila sem Ísland hefur ekkert stjórnmálasamband við þá skal ég ekki vera því mótfallinn. Fróðlegt er að sjá hvernig hann upplifir þessa deilu - „sem hlutlaus í þessu“.

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.6.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Las einhverntíman að þegar Ísraelsríkið var stofnað þá svona nánast lá við að ekkert yrði af því en hverjir aðrir en við Íslendingar sem gáfum okkar atkvæði sem stuðlaði endanlega að stofnun Ísraelsríkis.

Þetta mun ég hafa lesið á vef Síonista á Íslandi þar sem fjallað er um stofnun Ísraelsríkis.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.6.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband