Sigmundur Davíð hluti vandamálsins

Framsóknarflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs velur ódýrustu og ábyrgðarlausustu leiðina til að bregðast við aðsteðjandi vandamálum: lýðskrumið. Flokkurinn hefur ekki á neinn hátt gert upp þátt sinn i ógöngum Íslands. Flokkurinn einkavinavæddi bankana og greiddi götu braskara og fjárglæframanna sem best hann gat undir forystu Halldórs Ásgrímssonar. Hvar er uppgjörið við þann verknað? Flokkurinn hafði forystu um Kárahnjúkavirkjun og byggingu Álvers á Reyðarfirði sem hafði gríðarleg þensluáhrif í efnahagskerfinu, auk óbætanlegra náttúruspjalla. Hvar er uppgjörið við þann verknað? Flokkurinn tók þátt í því að leggja Þjóðhagsstofnun niður, því það sveið undir gagnrýni stofnunarinnar á óábyrga efnahagsstjórn ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hvar er uppgjörið við þann verknað? Efnahagshrunið á Íslandi er afleiðing rangra ákvarðanna og afglapa ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hefur flokkurinn gert upp við það?

Nú stundar Sigmundur Davíð ódýrt lýðskrum, með því að ásaka ríkisstjórnina um aðgerðaleysi og afneitun á því að Ísland verði að standa við skuldbindingar vegna icesave reikninganna. Hann reynir atkvæðakaup með því að telja fólki í trú um að það sé bara hægt að skrifa niður lán yfir línuna, þau þurfi ekki að borga. Framsóknarflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs hefur greinilega einsett sér að taka ekki þátt í því að reyna að finna leiðir til lausnar aðsteðjandi vandamála, heldur standa á hliðarlínunni og reyna að glepja fólki sýn. Þar með er flokkurinn og formaðurinn orðin hluti af vandamálinu. Lýðskrumarar eru bara til vandræða.


mbl.is „Fjarar undan stjórninni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Það er einmitt mergurinn málsins... Sigmundur Davíð + Sjálfstæðisflokkurinn vilja ekkert hjálpa til... þeir eru bara í niðurrifsham og þar mega þeir vera fyrir mér... ekki treysti ég þeim til að koma okkur til bjargar á þessum tímum... leyfum þeim bara að sprikla á þurru landi á næstunni... það hlustar hvort sem er enginn á þá...

Brattur, 13.6.2009 kl. 23:08

2 identicon

Sigmundur er sjálfur skilgetið afkvæmi spillingar helmingskiptareglu Sjálfstæðismanna og Framsóknar. Hann og fjölskylda hans högnuðust um tugmilljarða þegar þau seldu hlut sinn í Kögun og skyldum fyrirtækjum á besta tíma. Hann hefur hingað til þrást við að gefa viðhlýtandi skýringar.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ótrúlegt er hve þessi framsóknarstrákur er iðinn að koma sér fyrir í fjölmiðlum. Varla má opna blað en þó einkum sjónvarp að hann sé að þvæla um þessi mál fram og aftur án þess að nokkuð merkilegt sé sem hann leggur til málanna. Hann er því líkur kettinum kringum heita grautarskál en munur er á kettinum og Sigmundi að kötturinn er ekki að hlaupa með ekkert neitt í fjölmiðla.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.6.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: DanTh

Hvaða endemis bull er þetta í þér Ólafur?  Ætlar þú að kvitta fyrir sjálfskuldarábyrgð á því efnahagshryðjuverki sem hér hefur orðið af völdum fáeinna manna, og þú ert ekki valdur að?  Þó svo ég sé ekki Framsóknarmaður, get ég alveg unnt Sigmundi Davíð það að fara svona fram í málinu.  Ég stofnaði ekki til þessara skulda sem þú vilt greinilega borga.  Það er meiri skemmdarstarfsemi af skrifum þínum heldur en þú og Brattur gerið ykkur grein fyrir.

Blint pólitískt hatur birgir ykkur sýn, við eigum kröfu á réttlæti í þessu máli og það á að vera hafið upp yfir allan pólitískan skæting.

DanTh, 14.6.2009 kl. 00:00

5 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Hittir á kjarnann eins og svo oft áður Ólafur. DanTh: Ég held að ekki sé rétt að líta á málið frá þessu sjónarhorni, því það er lítið eitt flóknara en þetta. Icesave var í eigu Íslensks banka, sem var undir íslensku eftirliti - ef eftirlit skyldi kalla - og var með íslenskt starfsleyfi; því er það, að Bretarnir geta haldið því fram að við berum a.m.k. nokkra ábyrgð, en illt er það samt. Síðan er nú það að á endanum verðum við að ná því að halda frið við helstu nágranna og viðskiptaþjóðir okkar, en það er svo endalaust hægt að velta því fyrir sér hvort ekki hefði verið hægt að ná betri samningum.

Ingimundur Bergmann, 14.6.2009 kl. 22:29

6 Smámynd: Brattur

Ó, nei DanTH, ég er ekki með neina skemmdarstarfsemi. Ég er bara að benda á hve stjórnarandstæðingar eru duglegir að rífa niður það sem þó er verið að reyna að gera. Þeir og þ.m.t Sigmundur Davíð virka bara niðurdrepandi á þjóðina. Við viljum heldur sjá þingheim samstíga í aðgerðum heldur en að sjá hverja höndina upp á móti annarri. Við viljum sjá alla þingmenn byggja upp traust, væntingar og von fyrir þjóðina.

Brattur, 15.6.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband