Vont og versnar

Kreppan dýpkar, skuldabyrðin eykst og æ fleiri vakna úr djúpri afneitun til skilnings á að ástandið er verra en þeir gerðu sér grein fyrir og það fer versnandi. Allir kostir eru slæmir í stöðunni. Staðreyndir málsins eru fremur einfaldar. Íslendingar lifðu um efni fram um árabil, þar sem sívaxandi einkaneysla og fjárfestingar voru fjármagnaðar með lánsfé. Hluti lánsfjárinns var notaður til spákaupmennsku. Þetta gerðu jafnt einstaklingar, fyrirtæki sem bankar. Það er spákaupmennska þegar fólk tók gjaldeyrislán til að fjármagna bílakaup eða fjárfesta í húsnæði. Margir hafa sér til afsökunar að þeir hafi notið ráðgjafar fjármálafyrirtækja, en það breytir því ekki að menn voru að reyna að komast hjá dýrum, vísitölubundnum lánum með því að taka gjaldeyrislán, og þeir veðjuðu á að gengisvísitalan færi ekki yfir ákveðin mörk. Það er spákaupmennska þegar fólk setti sparnað sinn í hlutabréf í þeirri von að fá hærri ávöxtun. Það var spákaupmennska þegar byggingaraðilar keyptu lóðir í stórum stíl og tóku lán (oft gjaldeyrislán) til að henda upp fjölbýlishúsum í þeirri von að húsnæðisbólan héldi áfram að þenjast út óendanlega. Það var spákaupmennska þegar útrásarvíkingarnir keyptu fyrirtæki og fasteignir erlendis á uppsprengdu verði fyrir lánsfé í þeirri von að áframhaldandi þennsla gerði fjárfestingarnar arðbærar í framtíðinni. Bankarnir tóku þátt í ruglinu, og lánuðu út fé sparifjáreigenda til vafasams brasks í hlutabréfum, fasteignum og fyrirtækjum.

Nú nálgast skuldadagar. Reikningurinn fyrir spákaupmennskufylliríið er ævintýralega hár. Ísland er að sökkva í gríðarlegt skuldafen, og það er ekki fyrirséð hverning eða hvenær við komumst uppúr þessu ástandi. Því miður eru einu valkostirnir slæmir, mjög slæmir. Kjaraskérðingar, skattahækkanir, niðurskurður á öllum sviðum. Við getum ekki gert neitt annað en að bíta á jaxlinn, bölva og taka þessu áfalli og vinna okkur út úr því. Það er enginn önnur leið fær. Því miður.


mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Því miður er þetta allt rétt hjá þér Ólafur,Ísland er að sökkva í gríðarlegt skuldafen,og ekki bætir það ástandið þær aðgerðir sem ríkisstjórinn er með,hvað þá aðgerðarleysið hjá seðlabankanum okkar með stýrisvexti,nei þetta versnar bara,og menn halda að lausnin sé að ganga í ESB-???halló,halló,sjá menn ekki ástandið hjá þeim þjóðum sem er í ESB,??? ekki hótunar betra,nema að Brussel fær öll völd yfir auðlindum þeirra,já sveim mér þá,ljótt er það,kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 6.6.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Bíta á jaxlinn og læra af reynslunni. Ekki kjósa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka. Ekki halda að Ísland og Íslendingar séu alveg spes - með einhverja sérstaka hæfileika. Sýna auðmýkt og ástunda raunsæi. Ekki taka þátt í rökræðu með blaðri, gróusögum og órökstuddum fullyrðingum.

(assgoti er þetta gott hjá mér - ég ætla að reyna að lifa samkvæmt þessu. Læt vita hvernig gengur)

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.6.2009 kl. 12:19

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

En það er einmitt málið Framsókn og Sjálfstæðisfl. voru alltaf endurkosnir, þó að nokkrir ágætir menn vöruðu við. Voru eins og hrópandinn í eyðimörkinni; svo var hrokinn svo mikill að ef stofnanir höguðu ekki málflutningi sínum eins og henta þótti voru þær bara lagðar niður.

P.s. Ég vona að sem flestir hafi horft á upphrópunarmerkin þrjú í Kastljósinu í gærkvöld.

Ingimundur Bergmann, 6.6.2009 kl. 13:00

4 identicon

Ólafur Ingólfsson hlýtur að eiga við Reykjavík. Ég kannast ekki við að hafa lifað um efni fram hér úti á landi! Mitt fólk alltaf verið að berjast við hafa upp í eldgamlar (verðtryggðar) skuldir (og þar eru engin myntkörfulán) og nú bætist IceSave ruglið ofan á, sem engin í kringum mig vissi að væri til fyrr en Miklihvellur varð í október. Það er ekki rétt að Íslendingar (sem eru ekki  bara í Reykjavík, nota bene) hafi allir hafi verið að lifa um efni fram. Engan vegin!

Helgi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 18:08

5 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Ég á við íslendinga sem þjóð. Það eru margir einstaklingar og fjölskyldur sem ekki tóku þátt í neyslubrjálæðinu, og sjálfsagt flestir á höfuðborgarsvæðinu. Þar býr jú meira en helmingur þjóðarinnar. En því miður þurfa allir að borga brúsann.

Ólafur Ingólfsson, 6.6.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband