3.6.2009 | 08:49
Aðdáendaklúbbur Davíðs tekur kipp!
Nú er kátt á hjalla hjá aðdáendaklúbbi Davíðs Oddssonar. Tilefnið er að samkvæmt nýrri bók Guðna Th. Jóhannessonar stóð Davíð uppí hárinu á AGS og reif kjaft. "Dabbi er minn maður", má lesa á blogginu, og aðrir telja að nú sé þörf á skélegum stjórnmálamanni eins og Davíð Oddssyni.
Það er ef til vill nauðsynlegt að minna á að hrunið á Íslandi má að verulegu leiti rekja til afglapa Davíðs Oddssonar sem stjórnmálamanns og seðlabankastjóra. Það var ríkisstjórn hans sem einkavinavæddi bankanna, en hvernig staðið var að því er mikilvægasta einstök orsök banklahrunsins. Þar ber Davíð Oddsson persónulega ábyrgð, því hann stýrði ráðherranefndinni svo kölluðu (Davíð, Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir og Geir Haarde) sem tók ráðin af einkavæðingarnefnd og handstýrði bönkunum í eigu einkavina Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Davíð Oddsson lagði líka niður Þjóðhagsstofnun, og eftir það var engin opinber aðili sem hafði heildaryfirsýn yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi. Hann var ráðríkur og valdafíkinn stjórnmálamaður, sem taldi sig geta gert hvað sem honum sýndist. Besta dæmið um það er hvernig hann lét setja Ísland á lista yfir þær þjóðir sem vildu fara með stríði á hendur Írak, í trássi við alþjóðalög. Þá ákvörðun bar hann aldrei undir þing eða þjóð. Sem seðlabankastjóri gerði Davíð hver afdrifaríku mistökin á fætur öðrum, svo sem að afnema bindiskyldu bankanna og setja erlendri innlánastarfsemi þeirra skorður. Við munum eyða næstu árum og áratugum í að borga nótuna fyrir afglöp Davíðs.
Það er sorglegt að enn sé fullt af fólki sem grætur brotthvarf Davíðs úr stjórnmálum og óskar afturkomu hans inná opinberan vettvang. Davíð hefur valdið nægum skaða, og það væri öllum fyrir bestu að kafla hans í stjórnmálasögu Íslands væri endanlega lokið.
Davíð lét AGS heyra það | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ótrúlegur söfnuður í kring um Davíð.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 09:03
Ólafur! Mikið er ég sammmála þér .
Hanna (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 09:14
Það hefur nú komiðí ljós að það var samfylkingarfólk sem vildi selja bankana fáum en fjársterkum aðilum en hafa ekki dreifða eignaraðild eins og upphaflega var lagt upp með. Fjármálaeftirlitið átti að gegna eftirlitshlutverki og hafa þá yfirsýn sem þjóðhagsstofnun hafði. Mistökin voru fólgin í veiku og mannfáu (fjársveltu) fjármálaeftirliti. Í janúar 2008 vildi Steingrímur Joð auka fjárveitingar til FME um 100 miljónir, eitt af því fáu sem af viti kom frá honum í stjórnarandstöðu.
Þeir einu sem voru á móti einkavæðingu bankanna voru VG, en bara á alröngum forsendum. Það er stefnt að því að einkavæða þá aftur, svo varla getur það sem slíkt verið rangt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 10:00
Auk þess áttu Hagstofa og Seðlabanki að taka við hlutverkum Þjóðhagsstofu eða voru talin sinna þeim að einhverju leyti þá þegar.
Það er stórlega illa farið með staðreyndir að einkavæðingin hafi verið stærsti einstaki orsakaþáttur bankahrunsins. Fylgni gefur ekki til kynna orsök.
Ég efast stórlega um að Davíð Oddson hafi ráðið því að bindisskyldunni var aflétt. Auk þess er vel hægt að deila um það hvort það hafi verið rökrétt aðgerð eða ekki, bankana vantaði sárlega lausafé enda var þetta lausafjárkreppa og minnkuð bindisskylda gaf þeim meira laust fé. Frekar einföld aðgerð og freistandi að fara í hana.
Það er skrítið í þessu öllu saman að Seðlabankinn sé gagnrýndur fyrir það sem ríkisstjórnin gerði, þ.e. reisa Kárahnjúka og álver á austfjörðum auk þess sem ríkisútgjöld jukust gríðarlega á tímabilinu sem var þá væntanlega Geir Haarde að kenna. Bygging tónlistarhússins olli gríðarlegri þenslu sem þýðir bara eitt, verðbólga. Allar þessar íþróttahallir sem reistar voru um allt land gerði Ísland að efnahagslegu háhitasvæði að ógleymdum glórulausum jarðgangaframkvæmdum úti á landi.
Seðlabankinn hefur verið gerður að blóraböggli fyrir hrunið enda þarf almenningur einfaldar ástæður og fréttamenn eru ekki nógu greindir til að kafa dýpra.
Blahh (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 10:48
Það er einföldun að segja að einkavinavæðingin hafi verið stærsti einstaki orsakaþáttur bankahrunsins, það er rétt. Réttara væri kanski að segja að fræjum hrunsins hafi verið sáð með einkavinavæðingunni, því bankarnir voru settir í hendurnar á spekúlöntum án bankareynslu sem höfðu það eitt markmið að græða sem allra mest á sem stystum tíma. Þetta telur Ólafur Arnarson í bók sinni "Sofandi að feigðarósi" vera eina mikilvæga skýringu þess að svo fór sem fór. Það er líka rétt að ákvarðanir um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Austurlandi leiddu til gríðarlegrar þennslu sem var einn orsakavaldur hrunsins. Þjóðhagsstofnun varaði við því að farið væri út í þessar framkvæmdir - og var lögð niður af Davíð Oddssyni. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks áranna 1999-2007 ber mesta ábyrgð á kollsteypu Íslands.
Ólafur Ingólfsson, 3.6.2009 kl. 11:34
Það virðist engu máli skipta hvað Davíð kallinn sagði, sumir eru gjörsamlega blindaðir af einhverju hatri út í manninn. Þó þetta sama fólk sé algerlega á móti AGS, þá myndi það aldrei fyrir sitt litla líf geta tekið undir það að Davíð hafi sagt AGS til syndanna. Hann gerði þó ólíkt Jóhönnu og Steingrími J. og Össuri, sem virðast ætla að ganga í einu og öllu eftir tilmælum sjóðsins.
Þú ættir ekki að trúa of miklu sem stendur í bókinni fljótandi að feigðarósi Ólafur. Þar er t.d. mjög lítið fjallað um það sem útrásarliðið gerði af sér. Lítið sem ekki neitt. Að tala um að þensla hafi orsakað allsherjargjaldþrot er eins og að segja að maður hafi verið svo feitur að hann hafi drepist úr hor. Algerlega út í hött.
Hins vegar er alveg rétt að bankarnir komust í hendur manna sem áttu ekkert þar heima. Þeir komust yfir mikla peninga almennings með alls kyns "illusions". Líklega verður að telja helstu skýringuna þá að þessir sömu bófar og stjórnuðu bönkunum áttu líka helstu fjölmiðlana. Ætla ekkert að fara nánar út í hverjir vildu setja hömlur á eignarhald á þeim, og hverjir neituðu að skrifa undir lög. Baugsmenn hljóta að láta einhvern leigupennann skrifa sniðuga bók um það líka sem lætur þá líta vel út í svörtu armani jakkafötunum sínum.
Að lokum er vert að minnast á að Davíð Oddsson lagði til að mynduð yrði þjóðsstjórn. Um það voru flestir sammála, enda hefði það og verið besta lausnin. En borgarnes armur samfylkingarinnar gat ekki hugsað sér að slík stjórn yrði mynduð að tillögu Davíðs. Það væri of stór biti að kyngja.
joi (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 12:14
Þjóðstjórnarhugmynd Davíðs mætti kanski líta á sem tilraun til valdaráns. Hann stakk jú uppá að hann sjálfur leiddi slíka stjórn. Maður sem líkir sjálfum sér við Messías telur sjálfsagt að hann gæti gert kraftaverk og reddað Íslandi frá skrýmsli nýfrjálshyggjunnar sem hann sjálfur vakti upp. Við hin ættum að segja Nei Takk, við erum búin að fá nóg af Davíð Oddssyni og hans hyski.
Ólafur Ingólfsson, 3.6.2009 kl. 12:39
Afskaplega ánaegjulegt er nú ad vera laus vid meindýrid. Hann fékk samt klapp thegar hann kjökradi á spillingarflokkslandsfundinum. Hann aetti ad borga thessar 55 milljónir sem Bjarni Ben lofadi ad borga fyrir 1. júní en stód ekki vid. Ömurlegt ad fólk thurfi ad hafa thetta meindýr á spenanum ennthá eftir afglöp thess í áratugi.
Djabbi Whiskeyboy (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:06
Dóra, til að taka þetta enn lengra er hægt að benda á að ný-frjálshyggja er bara einfaldlega ekki til. Þetta er ekki skilgreind hugmyndafræði. Hún hefur sér enga fylgismenn og engin stefna hefur verið skilgreind. Steingrímur J. Sigfússon virðist vita hvað mest um þessa stefnu hérlendis.
Til Djabbi Whiskeyboy: Af hverju gagnrýnirðu ekki á sama tíma 25 milljón króna styrk sem Baugur Group veitti Samfylkingu? Af hverju fer það svona lágt í fréttum? Af hverju tala fréttamenn ekki um það að mögulega hefur Samfylking gert bókhald sitt þrifalegra yfir kosningar á sínum tíma?
Blahh (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:17
Þegar eg las fyrirsögnina á fréttinni fyrst á mbl, þá las ég það einhverra hluta vegna svona: "Davíð grét og AGS heyrði það"
Svo strax næstu sekúndu er ég fór að rýna i þetta komst ég að hinu sanna. Hann lét AGS heyra það skv. mbl.
Annars vantar allt samhengi í málið. Nánast alveg merkingarlaus setning án samhengisins.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.6.2009 kl. 15:06
Alveg rétt hjá Blahh.... andstæðingar frjálshyggjunnar urðu að finna henni eitthvað til foráttu þegar hrun hugmyndafræði kommúnismans blasti alls staðar við og hugmyndafræði kapitalismans hafði auðvitað sigrað. Þá datt einhverjum snillingnum í hug að búa til nýtt orð yfir frjálshyggjuna, "Ný-frjálshyggja" skyldi hún heita og átti að vera beint frá Djöflinum sjálfum komin.
Frjálshyggjan er hornsteinn allra ríkustu þjóða heimsins, enda byggir hún á lýðræði og frelsi til orðs og athafna. Sumir halda að hún þýði frelsi án hafta, en það er auðvitað mikill misskilningur. Frelsi fylgir ábyrgð og frelsi eins endar það sem réttindi annars byrjar.
Ólafur Ingólfsson er dæmigerður vinstrisinni, fastur í heimskulegum frösum. Ef kenna á Kárahnjúkum um bankahrunið, þá er alveg eins hægt að kenna Kárahnjúkum um heimskreppuna sem nú þrengir að öllum þjóðfélögum. Það fjármagn sem fór í umferð á Íslandi við húsnæðisbrjálæðið í kjölfar ódýrs og nánast ótakmarkaðs lánsfjármagns, var 7 sinnum meira en Kárahnjúkaverkefnið og bygging álvers Alcoa kostuðu samanlagt. Og kostnaður við jarðgöngin eystra var einungis brot úr einu prósenti af þenslunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 15:41
Gaman, gaman. Það er lífsmark með aðdáendaklúbbi Davíðs: hann er saklaus og flekklaus, gerði ekkert rangt, og þetta er allt bara heimskreppunni (og Samfylkingunni) að kenna. Davíð var krossfestur fyrir syndir heimsins, með hina tvo bankastjóra seðlabankans sér til hvorrar handar (efnislega orð Davíðs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins). Það er ekki til nein nýfrjálshyggja, og Kárahnjúkavirkjun olli ekki þennsluáhrifum heldur var það "húsnæðisbrjálæðið" sem fór úr böndum. Jamm....
Ólafur Ingólfsson, 3.6.2009 kl. 16:01
Aðdáendaklúbbur Davíðs tekur kipp! Ég gat ekki annad en brosad thegar ég sá thetta. Ég var ekki undrandi ad sjá Gunnar Th. Gunnarson í theim hópi! Thad tharf ákvedna tegund til thess ad dást ad Dabba. Ofsatrú, sidleysi, heimska og frávera rökhugsunar einkennir oft medlimi thessa klúbbs.
Djabbi Whiskeyboy (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 16:20
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/pressuuttekt-olafs-arnarsonar-hvernig-vard-sedlabankinn-gjaldthrota/
Djabbi Whiskeyboy (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 16:28
Ég er svo sannarlega sammála þér Gunnar Th. Ólafur ekki veit ég betur en þjóðinn hafi haft stór orð um stjórnmálastefnu Davíð Oddssonar þegar hann hætti í pólitík,???ekki vantaði fallegu orðin þá,???,nei það er ekki Davíð Oddssonar að kenna hvernig fór í peningahruninu hér á landi,held að menn ættu að skoða sig betur um,áður en þeir rakka annars eins snigilinn og Davíð Oddsson er,við áttum mjög góð tólf árin sem hann stjórnaði landinu,fljótir að gleyma,ég er stoltur af því að hafa stutt Davíð Oddsson í gegnum árin og ég mun styðja hann áfram,enda mjög góður ræðumaður með húmorinn á réttum stað,sannleikur mun koma í ljós,ekki dæma fyrr en sök er sönnuð,Davíð Oddsson er heiðarlegur,góður stjórnandi,og vinur vina sinna,ekki ætla ég að yfirgefa hann,þegar öll spjót eru beitt gegn honum,ég er ekki svoleiðis týpa.Takk fyrir. konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 3.6.2009 kl. 19:54
Hugnæmt, fallegt, maður næstum því tárast....
Ólafur Ingólfsson, 3.6.2009 kl. 19:57
Og nú á þjóð mín öngvan mann lengur.
Árni Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 23:08
Á þessi pistill að vera brandari. Hvílíkir frasar manna "Sem elska að hata Davíð Oddsson." Fyrirgefið hin sem eruð á réttu róli. Kannski ég haldi áfram með brandarann, Davíð gæti sagt við Almættið "Fyrirgefið þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra" vegna heimsku sinnar.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.6.2009 kl. 23:40
Ólafur, að nota útúrsnúninga er ekki vænlegt til árangurs í rökræðum. Ég sagði ekki að Kárahnjúkaverkefnið hefði EKKI valdið þenslu, einungis að andstæðingar verkefnisins halda því fram að það hafi verið megin ástæða hennar, en það er alrangt, jafnvel þó lærðir menn haldi því fram.
Ég er heldur ekki að segja að ENGIN mistök hafi verið gerð, en það er álíka vitlaust að kenna einum manni um öll mistökin, eins og að þakka einum manni allt sem vel var gert. Pólitík virkar ekki þannig, hvorki á Íslandi né í öðrum frjálshyggjulöndum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.6.2009 kl. 10:13
Var Ólafur Ingólfsson að kenna Davíð um öll mistökin. Það sem hann segir um Davíð Oddsson er bara staðreynd. Maðurinn ber einna stærsta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Við vitum öll (nema aðdáendaklúbburinn sem vill ekki vita) að Davíð var einráður í Seðlabankanum með nokkra kerfisdindla sér við hlið sem voru ábyggilega í stuðningshópi hans. Ég er sannfærður um að þótt hinir bankastjórarnir hafi vitað um hagstjórnarafglöp stórmennisins (enda ólíkt Davíð menntaðir hagfræðingar), þá hafa þeir ekki þorað að segja eitt einasta orð við goðið. Davíð er maðurinn sem tók ákvarðanirnar og hann setti Seðlabanka Íslands rækilega á hausinn (Sjálfstæðismaðurinn Ólafur Arnarsson hefur t.d. skrifað ágætis úttekt um hvernig hann fór að því á Pressan.is, þótt hann tali þar um stjórn Seðlabankans).
Davíð var hæfileikaríkur stjórnmálaforingi sem átti auðvelt með að ná algjöru valdi á fólki. En það voru Maó, Stalín og Hitler líka! (Ég er þó ekki að líkja manninum við það skuggalega þríeyki)
Svo er það annað mál með Kárahnjúkavirkjun. Ég er ekki virkjunarandstæðingur svo fremi sem við byggjum virkjanir til að þjóna hagsmunum þjóðarinnar og gerum það á skynsamlegan hátt. Hef engan áhuga á að Ísland sé að þjóna hagsmunum sóðafyrirtækis eins og Alcoa. Af hverju megum við svo ekki fá uppgefið verðið á raforkunni til þessa fyrirtækis. Og hvað skapa nú álverin mörg störf í það heila. Eru ekki 20 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og eina lausnin sem formenn Framsóknar og Sjálfstæðis komu með í kosningabaráttunni var að byggja álver á Bakka og í Helguvík. Þvílíkir snillingar!!
Æi stjórnkerfi þessa lands er bara einn stór brandari í raun!
Helgi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 17:42
Sóðafyrirtækið Alcoa? Hvaðan hefurðu þær upplýsingar um fyrirtækið?
Ef þú leitar þér upplýsinga, þá kemstu að því að Alcoa hefur fengið fjölda alþjóðlegra virðurkenninga fyrir framúrskarandi fyrirtæki á mörgum sviðum, m.a. fyrir mengunarvarnir, starfsmannahald, umhverfisvernd, endurvinnslu, frágang um umgengni við námavinnslu og fl.
Láttu ekki umhverfisöfgasinna sem svífast einskis, ljúga þig fullan.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.6.2009 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.