26.5.2009 | 23:18
Afneitun og ráðleysi
Flestir eru orðnir langeygir eftir "ráðstöfunum til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu". Rætt er um niðurfærslu skulda, fastgengisstefnu, launalækkanir (5%) og skattahækkanir (alla vega á sykri!). Ætli það sé ekki að koma í ljós að það er lítið hægt að gera til bjargar skuldsettum heimilum og fyrirtækjum? Sumir þeirra sem verst sitja í skuldasúpunni voru æstastir í neysluæðinu á undanförnum árum, og fóru of geyst við lántökur. Aðrir eru fórnarlömb bankanna, sem af fullkomnu ábyrgðarleysi hvöttu menn til að steypa sér í skuldir.
Ríkisstjórnir síðustu ára voru í fullkominni afneitun á þeirri hættu sem vaxandi skuldsetning landsmanna bar með sér. Skollaeyrum var skéllt við röddum sem vöruðu við því sem var að gerast. Þegar hagfræðingar Danske Bank vöruðu við fyrirsjáanlegu efnahagshruni á Íslandi var þeim brigslað um óheilindi. Menn ræddu frekar um "íslenska efnahagsundrið", sem helst mátti skilja þannig að það væri eitthvað alveg nýtt í hagfræðivísindunum. Í raun snérist "undrið" um að kaupa dýrt og steypa sér í skuldir. Gróðahyggja og brask voru það sem gilti. Nú er komið að skuldadögum. Stjórnmálaflokkarnir eru ráðlausir, og stjórnvöld eru í afneitun á umfgangi vandamálsins. Kjarni málsins er sá að Ísland er farið á hausinn, skuldinar eru okkur ofviða. Fallið verður stórt og sársaukafullt. Því miður.
Festa gengið í 160 - 170 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.