Í sápukúlu, sofandi að feigðarósi

Ég las fyrir nokkru bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að feigðarósi. Bókin er átakanleg lýsing á aðdraganda bankahrunsins og því hvernig lykilaðilar í stjórnmálum, stjórnsýslu og efnahagsmálum skildu ekki eða vildu ekki skilja í hvað stefndi. Hluta skýringarinnar á hruninu er að leita vildarvinaspillingunni og helmingaskiptum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hluta skýringarinnar er að finna í vanhæfum embættismönnum (svo sem seðlabankastjóranum, Davíð Oddssyni og vinaklíkunni í kringum hann). Hluta skýringarinnará hruninu er líka að finna í lýðræðishalla í samfélaginu, lýðskrumi stjórnmálaflokkanna og vanhæfi þeirra til að skoða málin á óhlutlægan hátt. Oafan í þennan banvæna kokteil koma svo ófyrirleitnir fjármála/fjárglæframenn, sem skirrast einskis til að hjámarka gróða sinn og einkavina sinna.

Umræðan um ESB í dag ber sterkan keim af átökum hagsmunahópa, lýðskrumi stjórnmálaflokka, öfgum og skorti á miðlun upplýsinga og staðreynda. Það skortir alla sátt í samfélaginu um hvert þjóðarskútunni skuli stefnt, það skortir upplýsta umræðu. Það er eins og menn átti sig ekki á því að Ísland er enn á barmi hyldýpisins, og hér gæti komið annað hrun. Stjórnmálaflokkarnir eru ragir við að taka á efnahagsmálum, því í núverandi ástandi er ekki hægt að taka neitt nema óvinsælar ákvarðanir um niðurskurð á fjölmörgum sviðum samfélagsþjónustunnar. Fyrir höndum eru stórfelldar kjaraskerðingar og versnandi lífskjör. Skattar munu verða hækkaðir og laun munu verða lækkuð. Hjá því verður ekki komist. Tekjur samfélagsins duga ekki fyrir útgjöldum. Þá verður að minka útgjöldin og auka tekjurnar.

Krónan er ónýtur gjaldmiðill, sem mun aldrei verða nothæfur í milliríkjaviðskiptum. Íslenska krónan er eins og Mikkamúsdollarinn í Disneylandi. Það er hægt að kaupa þjónustu í Disneylandi fyrir Mikkamúspeninga, en þeir eru verðlausir utan sápkúlunnar sem umlykur gerfiheim Disneys. Íslendingar lifa í dag í svona sápukúlu, í gerfiheimi íslenska efnhagsviðundursins. Nýtt hrun nálgast, með fjöldagjaldþrotum heimila og fyrirtækja, meðan stjórnmálaflokkarnir eru gjörsamlega ófærir um að ná lágmarks samstöðu um hvaða leið skuli farin í efnahags- og fjármálum. Ennþá er flotið sofandi að feigðarósi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Ólafur.  Verð að komast yfir þessa bók. Góður pistill og þú hittir eins og svo oft áður naglann í höfuðið.

Ingimundur Bergmann, 26.5.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband