22.4.2009 | 13:26
Ný Álgerður?
Efnahagsstjórn sjálfstæðismanna undanfarna 2 áratugi hefur leitt Ísland inní skuldasúpu sem ekki sér fram úr. Nú að að redda málunum með fleiri virkjunum og álverum. Þetta er bara kosningabrella, til að fá atkvæði á Húsavík og í Reykjanesbæ. Landsvirkjun er nánast gjaldþrota, lánshæfimat Íslands er í frostmarki. Það eru litlar líkur á að Ísland gæti fjármagnað virkjanaframkvæmdir uppá hundruði milljóna króna, sem þarf til að útvega nýum álverum orku. Valgerður Sverrisdóttir stærði sig af því að íslendingar væru vel samkeppnisfærir við 3. heiminn í álframleiðslu. Hún fékk viðurnefnið Álgerður fyrir frammistöðu sína við að drekkja ljóta landslaginu á Brúaröræfum og ákafa sinn í að sjá til að hægt væri að framleiða ódýrar áldósir fyrir bandaríkjamarkað. Hún hefur dregið sig í hlé frá stjórnmálum, sjálfsagt þreytt á því að vera skjaldmær álrisanna. Við það losnar hlutverk í stóriðjuleikritinu, og Þorgerður Katrín axlar sjálfviljug möttul Álgerðar. Spyrja má enn og aftur: Hafa álframleiðslufyrirtækin borgað í kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins?
Álið leysir vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst sjálfsagt í framhaldi af því að hafa lesið þessa ágætis færslu Ólafs, að benda á Orkublogg Ketils Sigurjónssonar lögfræðings (líklega eini íslenski lögræðingurinn sem veit eitthvað um orku- og umhverfismál) um stöðu Landsvirkjunar og ýmislegt fleira. Margar stórfróðlegar færslur á síðu Ketils.
http://askja.blog.is/blog/askja/entry/846237/
hp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.