16.3.2009 | 23:28
Löngu tímabærar reglur
Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn geri hreint fyrir sínum dyrum og það sé uppá borðinu hvort þeir þiggi laun eða aðrar sporslur frá hugsanlegum hagsmunaaðilum, og að tryggt sé að þeir séu ekki vanhæfir þegar fjallað er um mikilvæg mál á þingi. Það hefur alltof lengi viðgengist að einstakir þingmenn hafi fengið að fara með málaflokka þar sem þeir eiga hagsmuna að gæta. Halldór Ásgrímsson var til dæmis sjávarútvegsráðherra og fjölskylda hans í stórútgerð þegar kvótakerfinu var komið á. Sá galli er þó á nýju reglunum að það þarf ekki að gefa upplýsingar um tekjur og hagsmuni maka. Þannig sleppur nýr formaður Framsóknarflokksins fyrir horn, en kona hans ku hafa haft yfir 1,2 milljarði í fjármagnstekjur árið 2007. Hann hefur raunar lofað því að fjármál hans verði uppá borðinu fyrir kosningar. Við bíðum spenntir....
Reglur um hagsmunaskráningu þingmanna samþykktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög brýnt og þarft mál. Okkar umræða um hagsmunaárekstra og möguleg krosstengsl aðilla er á mjög lágu plani. Sönnunarbyrðinni þarf að snúa við. Það sem skiptir máli er að það sé EKKI MÖGULEIKI á hagsmunaárekstrum, ekki þannig að hægri hendin geti verslað við vinstri hendina og það sé saksóknara og dómara að segja til um hvort eitthvað rangt hafi farið fram.
Arnar Pálsson, 18.3.2009 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.