Góð greining

Greining Þórs Saari er um margt athyglisverð. Sjálfstæðisflokkurinn hegðar sér um margt svipað og flokkur Mugabes í Zimbabve. Ráðamenn sjá ekki að þeir hafi gert neitt rangt, og þverskallast við að fara frá völdum. Grasrótin í flokknum telur fyrirgreiðsluspillinguna sjálfsagða og eðlilega, og sér ekkerrt rangt við hana. Það þykir sjálfsagt mál að flokksmenn hljóti embætti og stöður hjá hinu opinbera sem laun fyrir flokkshollustuna. Ráðuneyti og stofnanir ríkisins eru fullar af fólki sem hefur fátt eitt unnið sér til ágætis annað en að hafa verið í Heimdalli og stutt þennann eða hinn erfðaprins Sjálfstæðisflokksins. Uppgjafastjórnmálamönnum er komið fyrir á jötu ríkis og sveitarfélaga. Það hefur verið opinbert leyndarmál í mörg ár að forsenda þess að iðnaðarmenn, verkfræðistofur, arkitektastofur osfr fái verkefni á vegum hins opinbera sé sú að eigandi eða forstjóri sé vel tengdur inní Sjálfstæðisflokkinn. Byggingaherrar hafa fengið lóðir út á flokkstengsl, og fjárglæframenn hafa komist yfir banka og fyrirtæki í krafti pólitískra tengsla. Vandamálið er að fyrirgreiðsluspillingin er orðin "norm", sjálfsögð. Fjöldi stjórnmálamanna hefur beinlínis gert út á "fyrirgreiðslur" til sinna sveitunga og skoðanabræðra. Fyrigreiðslupólitík er ólýðræðisleg, og það er enginn eðlismunur á fyrirgreiðslupólitík Mugabes og þeirrar sem Sjálfstæðisflokkur hefur stundað í meira en 60 ár. 
mbl.is Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það sóðaskapur er alltaf sóðaskapur þótt menn hafi vanist honum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband