Samur við sig

Davíð hefur ekkert lært og engu gleymt. Hann heldur að þetta snúist um sig, alsaklausan manninn sem ekki hefur get neitt rangt, og að hann sé fórnarlamb samsæris runnu undan rifjum Baugsfeðga. Það var nöturlegt að horfa á hann í Kastljósi, uppfullan af sjálfsvorkunn og gerandi sig að fórnarlambi. Hverja heldur hann að hann sé að blekkja:

- Hann segist hafa varað við því að bankarnir gætu farið á hausinn og að þeir væru alltof stórir. Í viðtali við Channel 4 í Bretlandi frá 3 mars 2008 segir Davíð íslensku bankana vera trausta og að ríkissjóður bakki upp skuldbindingar þeirra í Bretlandi (icesave). Kíkið á viðtalið á slóðinni http://link.brightcove.com/services/player/bcpid1184614595?bctid=1838513374 

- Það var ríkisstjórn Davíðs Odssonar sem lagði niður Þjóðhagsstofnun og þar með einu stofnun samfélagsins sem gat gefið gott yfirlit um stöðu efnahagsmála á hverjum tíma. Davíð lagði þetta allt í hendur greiningardeilda bankanna.

- Það var ríkisstjórn og flokkur Davíðs Odssonar sem stóð fyrir einkavinavæðingu bankanna sem síðan orsakaði efnahagshrunið 6 árum síðar.

- Það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hækkaði lánahlutfall Íbúðarlánasjóðs  og hleypti bönkunum inná íbúðalánamarkaðinn ám þess að skeyta um viðvaranir um að þetta gæti valdið húsnæðisbólu sem gæti orðið afdrifarík.

- Það var ríkisstjórn Davíðs Odssonar sem tók ákvörðun um byggingu Kárahnhjúkavirkjunar sem leiddi til stórkostlegs innflæðis fjármagns í landið og styrkingu íslensklu krónunnar. Í kjölfarið fylgdu jöklabréfin.

- Háir stýrivextir Seðlabankans undir forystu Davíðs Odssonar voru afgerandi fyrir jöklabréfaútgáfuna og í raun tilurð icesave reikninganna.

Fingraför Davíðs eru út um allt þegar orsaka bankahrunsins er leitað, hann ber verulega ábyrgð. Hann sér það ekki, kennir í brjóst um sjálfan sig, sér sig sem fórnarlamb vondra manna. Hann er brjóstumkennanlegur, en það er af öðrum orsökum en hann sjálfur vill trúa...  


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn er bara klár!  Það er ósköp einfalt.  Manninn á þing!

Gylfi (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll

Þetta var skrítið viðtal. DO hefur greinilega snert af Messíasaráráttu - allir eru vitlausir nema hann. Fyrri ríkisstjórn, núverandi ríkisstjórn, fréttamenn, Baugsmiðlar...

Þjóð sem er í djúpum skít fær ókeypis sirkustrúða í beina útsendingu - og hluti þjóðarinnar mun trúa trúðnum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 24.2.2009 kl. 21:01

3 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Þú hittir naglann á höfuðið: Messiasarkomplex. Davíð virðist líta svo á að það sé verið að krosfesta hann fyrir syndir þjóðarinnar. Amen.

Ólafur Ingólfsson, 24.2.2009 kl. 21:04

4 identicon

Var ekki verið að staðfesta frásögn hans hér rétt áðan á mbl.is ?!

Gylfi (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband