14.2.2009 | 15:07
Góð ákvörðun
Valgerður er um margt merkileg stjórnmálakona, sem hefur rutt brautina fyrir kynsystur sínar. Hún gerði margt gott sem utanríkisráðherra og breytti fókus í þróunaraðstoð Íslands. Hitt er síðan líka staðreynd að hún hefur sem stjórnmálakona fært fram og stutt stefnu ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem ekki hefur verið til framfara. Hún er einn aðstandenda einkavinavæðingar bankanna, studdi aðild Íslands að hinu alræmda bandalagi árásargjarnra þjóð sem lýstu yfir stuðningi við innrásina í Írak og hún hefur verið í fararbroddi álvæðingarinnar. Hún fékk verðskuldað viðurnefnið "Álgerður" fyrir ákafa sinn að drekkja hálendinu undir uppistöðulón fyrir stóriðjuvirkjanir. Síðasta árið varð hún fyrir hælbitum Bjarna Harðarsonar, sem gaf merkilega innsýn í rotna innviði Framsóknarflokksins. Það er góð ákvörðun hjá Valgerði að draga sig í hlé. Því fordæmi mættu fleiri þeirra sem bera ábyrgð á einkavinavæðingu og efnahagsstefnu síðustu áratuga fylgja.
Valgerður ekki í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrirgefðu mér fávísina, en á hvaða hátt ruddi Valgerður brautina fyrir kynsystur sína
Það að kvenkynsbankamálaráðherra hafi látið blinda pólitíska hagsmuni ráða för við einkavæðingu bankanna, er ekki kvenréttindi? Það að kvenkynsiðnaðarráðherra hafi lagt þungt vog á vogarskálarnar til að brjóta og eyðileggja landið á Káraknjúkum er ekki í þágu kvenna.
Helga (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 15:53
Björg C. Þorláksson er kona sem ruddi brautina fyrir íslenskar kynsystur sína. Það eru stórmenni, konur og karlar, sem ryðja braut fyrir þá sem á eftir kona.
Valgerður neyðist núna til að horfast í augu við sjálfa sig og sætta sig við það að geta ekki boðið sig fram. Hún nýtur ekki trausts kjósenda.
Helga (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 16:15
Tek undir það að Valgerður er EKKI neinn brautryðandi og fremur ómerkileg stjórnmálakona. Fylgdi karlaklíkunni í framsókn blint við niðurrif samfélagsins. Konur sem fylgja í hennar fótspor gera ekki góða hluti fyrir samfélagið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2009 kl. 17:57
Ég tek þessari gagnrýni á skrif mín með auðmýkt. Þið hafið rétt fyrir ykkur, Valgerður var verri en enginn sem stjórnmálamaður og ráðherra.
Ólafur Ingólfsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 19:40
Mikið rétt, Ólafur, hún var verri en enginn! Þakka þér fyrir að taka leiðsögn kvenna.
Helga (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:56
Sæll Óli.
Ég vil í þessu sambandi benda á grein sem þær Þorgerður Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir skrifuðu í Fréttablaðið 9. febrúar s.l. Þar benda þær á að ekki sé nóg að fjölga einungis konum í áhrifastöðum heldur er nauðsynlegt "að takast á við kynjapólitískt inntak hugmyndanna, hvernig menningarbundnar hugmyndir um karlmennsku og kvenleika geta viðhaldið valdatengslum og ragnlátu kerfi." Margar af þeim konum sem hafa verið í stjónmálum hafa nefnilega verið með til að viðhalda því kerfi sem heldur þeim niðri. Sigrún.
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.