Erfitt að átta sig á nýjum tímum

Sjálfstæðismenn eiga erfitt með að sætta sig við að það eru nýjir tímar. Fólk er þreytt á flokksræðinu og spillingarkerfi Sjálfstæðisflokksins. Fólk telur seðlabankastjórnina hafa sýnt að hún setti ekki fjárglæframönnunum sem stýrðu útrásinni skorður, og að stefna og aðgerðir bankans hafi markast af röngum ákvörðunum og röngum viðbrögðum. Fólk telur stjórnendur Seðlabankans vanhæfa til að gegna starfi sínu. Þess vegna þurfa þeir að víkja.

Nú skeiða þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram og reyna að breiða út þá skýringu að Samfylkingin láti stjórnast af heift, þetta séu hreinsanir í stjórnkerfinu, ákaflega ógeðfellt, annað eins hafi ekki sést undanfarna áratugi. Flokksbróðir Birgis Ármanssonar, Halldór Blöndal, telur stjórn Seðlabankans verða fyrir einelti. Ætli flestir telji þetta ekki tímabærar hreinsanir? Ætli almenningur vilji ekki bitlingasnatana og einkavinina burt úr stjórnkerfinu? Birgir Ármannsson hefur verið dyggur liðsmaður nýfrjálshyggjunnar og ekki furða að hann sjái sína sæng upp reidda þegar tekið er til eftir hrunið sem nýfrjálshyggjan leiddi til. Ég vona að kjósendur hreinsi hann og aðra nýfjálshyggjusnata út af þingi í komandi kosningum. Hvers vegna? Þeir eru vanhæfir til að ráðskast með framtíð þjóðarinnar. Við höfum eitt stykki bankahrun til að sanna það.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og heift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Ég er hræddur um að það þurfi særingarmenn til þess að losna við þessa ára úr kerfinu. Það er er ekki eins og það sé verið að reka bankastjóra. Ekki fyrr en ríkistjórnin hefur lagt það til við Seðlabankastjóra að þeir gangi úr sínum sætum að út úr skúmaskotum skjótast litlir sjálfstæðisdjöflar með formælingum og galdraþulum. Ekki skyldi það koma mér á óvart að aðalpersónan muni reyna að kasta álögum á þetta land og þjóð þá sem það býr.

Jonni, 3.2.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll

Ég var að fatta að þú værir orðinn bloggvinur minn.

Sjálfstæðisflokkurinn er valdaflokkur. Hann mun ekki geta þrifist lengi án valdastólanna. Þeir munu hefja mikinn hernað og einskis svífast til þess að komast að aftur. Sbr. hvernig þeir fóru að í Rborg. Þeir lugu Ólaf fullann og hentu honum svo þegar tilgangnum var náð. Nú verður nauðsynlegt að fylgjast með Framsókn eftir næstu kosningar. Bakherbergin verða vel nýtt á næstunni og eftir kosningarna í apríl.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.2.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband