3.2.2009 | 12:48
Einelti? Já, ég skil.
Svona getur maður misskilið hlutina. Ég hélt að krafan um að stjórnendur Seðlabankans færu frá byggði á því að fjármálakerfi landsins hrundi á þeirra vakt. Ég hélt að seðlabankastjórarnir hefðu verið harðlega gagnrýndir fyrir að bankinn hafi brugðist í eftirlitshlutverki sínu. Ég hélt líka að fjöldi hagfræðinga, innlendra sem erlendra, hefðu lýst vantrausti á seðlabankastjórana. Ég hélt líka að seðlabankastjórarnir hefðu allir fengið stöður sínar sem hluta af víðfemu spillingarkerfi sem setur flokksgæðinga í trúnaðarsæti. Ég hélt til að mynda að í seðlabankaráði sætu hugmyndafræðingar frjálshyggjunnar í krafti flokksræðis og valdastjórnmála, eða situr Hannes Hólmsteinn ekki þar ennþá?
Nú veit ég betur. Gagnrýnin á seðlabankstjórnina er pólitík og jaðrar við einelti. Já, ég skil. Gott að mogginn upplýsir mann um svona lagað. Ég þarf greinilega að taka afstöðu mína til Davíðs Odssonar og Hannesar Hómsteins til endurskoðunar. Þeir eru jú regnbogabörn. Það segir Halldór Blöndal. Þá hlýtur það að vera rétt. Ég skil.
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.