Atkvæðaveiðar sá fræi sundurþykkju

Fráfarandi sjávarútvegsráðherra lætur það vera sitt síðasta embættisverk að heimila stórfelldar hvalveiðar. Það má auðvitað ræða hvort hann hafi haft umboð til að gera þetta? Hvert er umboð ráðherra í ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar? Er eðlilegt að ráðherrann taki svona stóra ákvörðun sem vitað er að mun valda miklum úlfaþyt? Þurfum við á frekari neikvæðri umfjöllun að halda í erlendum fjölmiðlum? Markmið ráðherrans eru ekki göfug: að veiða atkvæði hvalveiðasinna í komandi kosningum og gera nýrri stjórn erfitt fyrir. Hann getur varla verið óvitandi um að hvalveiðar eru mjög umdeildar, og með ákvörðun sinni sáir hann fræi sundurþykkju meðal þjóðarinnar. Við þurfum síst á því að halda nú. En tilgangurinn helgar meðalið í augum þeirra sem vilja deila og drottna. Þessi ráðherragjörð er "Zimbabvisk", svona gera veruleikafirrtir og valdaspilltir menn. Mikil er óhamingja okkar að hafa haft svona fólk í ráðherrastólum.

 


mbl.is Alvarlegt ef ný stjórn bannar hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband