27.1.2009 | 15:56
Glöggt er gests augað
Menn þurfa að vera blindir til að sjá ekki hversu óeðlilegt er að uppgjafapólitíkusar setjist í lykilstöður eftir veru sína í pólitík. Davíð er menntaður lögfræðingur og hefur reynslu sem atvinnustjórnmálamaður. Hann er ekki hagfræðingur, og hefði ekki átt að vera seðlabankastjóri. Við getum kanski þakkað fyrir að hann var ekki skipaður yfirskurðlæknir á Landspítalanum þegar hann hætti í pólitík. Með sömu hundalógík sem segir að uppgjafastjórnmálamenn geti stýrt seðlabanka mætti rökstyðja að þeir væru færir um að stunda heilaskurðlækningar. Við þurfum fagmennsku, ekki fúskara í lykilstöðum.
Times: Óvinsælasti maður Íslands?" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er náttúrlega algjört hneyksli. Eða þá að gera fiskifræðing að iðnaðarráðherra! Og dýralækni að fjármálaráðherra!
Flosi Kristjánsson, 27.1.2009 kl. 16:18
Stór hluti þjóðarinnar hefur nú, í 17 ár, ekki upplifað einn einasta dag í sátt við Davíð Oddsson. Hver sem borið er niður kemur Davíð við sögu, hvort sem hann eða aðrir ráða vini sína eða ættingja í dómarasæti, keyrir í gegn virkjunarframkvæmdir með tilheyrandi hávaxtastefnu og verðbólgu, veitir félögum í flokknum fullkomið frelsi til að fara með þjóðlindir að eigin vild eða ákveða án samráðs að gerast aðilar að ólöglegu og óréttlætanlegu árásarstríði án þess að hafa til þess nokkurt umboð.
Hér væri hægt að halda áfram í dag og nótt.
Fyrir stóran hóp fólks (kannski 20-30%) þjóðarinnar hefur Davíð ekki tekið EINA rétta ákvörðun á sinni pólitísku ævi. EKKI EINA!
Fyrir þennan stóra hóp, er vart hægt að lýsa þeirri gleðitilfinningu sem streymir um líkamann nú þegar ljóst er að Davíð... HEFUR EKKERT að segja um næstu skref í íslenskum þjóðmálum.
Því miður munu þau sár sem Davíð hefur ásamt félögum sínum höggvið í þjóðarsálina ekki læknast skjótt. Til þess eru tök hans of mikil, of lengi.
Kjósendur sjálfstæðisflokks, trúbræður og systur sem hafa trúað á Davíð í áratugi eiga nú erfitt. Dálítið eins og að sannkristinn maður þyrfti að horfast í augu við að biblían væri skáldskapur [imagine!]. Óneitanlega hlýtur því að fylgja persónulegt áfall.
Ég bið ykkur kæru sjálfstæðismenn, að hugsa til okkar hinna sem ALDREI höfum verið flokksholl, aldrei verið sérstakir aðdáendur Ingibjargar, Halldórs eða annarra flokksleiðtoga. Okkar sem aldrei nokkurn tíma höfum þolað ofríki og valdhroka (og annars konar hroka) Davíðs og aldrei beðið um hann.
Hvernig væri að viðurkenna að HUGSANLEGA, bara hugsanlega.. hafi þessi fylgispekt við Davíð og flokkinn verið mistök! Að hugsanlega sé nú endanlega búið að sanna að það er enginn einn guð til, hvorki í trúarbrögðum né pólitík. Að viðurkenna að frjálshyggja og kapítalismi eru undir sama hatt settir og kommúnismi og aðrar kenningar, að þær geta ALDREI GENGIÐ upp af því þær taka ekki með í reikninginn mikilvægasta grundvallaratriði allra, nefnilega MANNLEGA ÞÁTTINN. Að trúa á markaðsöfl er eins og að trúa á öldugang. Markaðurinn virkar nefnilega bara á pappírunum, um leið og mannlegur máttur kemur að markaðnum hvort sem það er í meðferð fjármuna annarra ...eða eftirliti með slíkri meðferð ... þá VERÐUR ÁVALLT SPILLING, ÁVALLT MISTÖK. Vegna þess að fólkið sem kemur að þessu er mannlegt, græðgi og spilling trompa ávallt öll tæki og tól sem markaðurinn býður upp á.
Þess vegna þarf að stokka upp.
Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera.
Þess vegna hverfur Davíð og skríll hans nú á braut.
Við hin flöggum í heila
Sveinn Örn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:25
Stefnir ekki allt í það að nú taki jarðfræðingur við sem fjármálaráðherra ? Er það skárra?
David (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:26
David:
Jafnvel þótt Steingrímur Jarðfræðingur væri búinn að vera forsætisráðherra og fjármálaráðherra samanlagt síðustu 20 ár væri hann ekki búinn að koma okkur í jafn fáránlega stöðu og Ísland er nú í.
Ef hægt væri að vera með forgjöf í stjórnmálum (sbr. golf), væri Steingrímur núna með ca +3, Árni Mathiesen, Geir og Davíð líklega með +36 (ekki hægt að vera með verri)
Sveinn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:29
Góðar athugasemdir, takk fyrir. Ég er alls ekki sannfærður um að Steingrímur verði góður fjármálaráðherra, það á eftir að koma í ljós, en við skulum þó hafa hugfast að ráðherrarnir eru stjórnmálamenn og þeim ber að leita sér ráðgjafar sérfræðinga og stofnanna ríkisins. Seðlabankastjóri er embættismaður, og við verðum að gera þær kröfur til embættismanna að þeir ráði við verkefni sín.
Ólafur Ingólfsson, 27.1.2009 kl. 16:34
Sveinn ekki sá ég landan kvarta undan frjálshyggjunni og lánunum sem buðust fyrir bankahrunið. Það sést best á nýlegum bílum á bílasölum og sumarhúsum á auglýsingarsíðum blaðanna. Engin væru álverin og atvinnan þar í kring ef hann hefði verið við völd, heldur hugsanlega torfbæir, bjórbann og netlögga? En þessu verður varla breytt úr þessi og ég vona bara karlinn geti gert eitthvað annað en að vera fúll á móti.
Þeir sem voru við völd síðustu ár gáfu okkur frelsi en við kunnum ekki með það að fara og skitum upp á bak(flestir)... Nú taka við þynnkutímar eftir eyðslufyllerí síðustu ára. Svo ofan á það bætist skuldasúpan sem útrásaróvitringarnir komu okkur í með græðgi sinni og siðleysi í viðskiptum. Hver er niðurstaðan, jú, þeir sem tóku ekki þátt í þessari neysluvitleysu fá að fljóta ofan á súpunni..
Svona er Ísland í dag.
Blergur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:57
Sveinn Örn, líttu þér nær ??
Það hafa magir komið fram og sagt að það hafi verið mjög gott að hafa fyrrverandi stjórnmálamann, ég tala nú ekki um langbezta stjórnmálamann íslandssögunnar við stjórnvölinn í Seðlabankanum. Gleymdu því ekki að í Seðlabankanum vinnur fjöldi fólks, hámenntaðir hagfræðingar og fl.
Hvað með hagfræðinginn Ólaf Ísleifsson, sem taldi Icesave vera viðskipti ársins 2007. Af hverju er hann aldrei spurður að því hvort hann hafi ekki aðeins skotið yfir markið. Og af hverju hann sé ennþá að vinna í HR, ekki bara í fiski eftir svona yfirlýsingu.
Edda Rós Karlsdóttir sagði það sama og kvittaði upp á ruglið. Enda í vinnu hjá þjófunum. Hvað gerir hún í dag, er hún ennþá að vinna við að greina vandamálið.
Er engin spilling í Samfylkingunni og á Bessastöðum ??
Þú hlýtur að vera blindur á öðru og með lepp fyrir hinu, það er augljóst á þessu bulli í þér.
Sigurður Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 17:21
Hvort Steingrímur verður verri eða betri en Árni Matt? Ja, það er auðvitað ljóst að enginn getur verið verri. Það stafar samt sem áður ekkert af því að Árni sé dýralæknir, heldur af hinu, að hann er ekki nægilega gáfaður. Hann hefur hins vegar vissan hæfileika til að sýnast það á meðan ekki er alvara á ferðum. Steingrímur gæti alveg orðið góður fjármálaráðherra þó svo að hann sé jarðfræðingur. Hitt er svo annað mál að hann fær engan tíma til að sanna sig í því embætti. Það gerist ekki mjög margt í því ráðuneyti frekar en öðrum fram að kosningum. Ég geri ekki ráð fyrir að hann verði þar áfram að þeim loknum þó að aldrei skuli segja aldrei.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:27
Að telja Davíð Oddsson meðal bestu stjórnmálamanna sögunnar ... er einhver geðveikislegasta veruleikafirring sem nokkrum manni hefur flogið í hug
Það ER greinilegt að um Davíð eru skiptar skoðanir, það eitt réttlætir að maðurinn víki úr jafn mikilvægu embætt og Seðlabankinn er.
SISI: Davíð er greinilega skurðgoðið þitt, vaknaðu!
Sveinn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:46
Blergur: Nú væri fínt að vera í torfbæum, skulda hvorki jeppa né erlend húsnæðislán. Ekki tók ég þátt í vitleysunni, ég hins vegar skulda húsnæðislán sem þutu upp úr öllu valdi um leið og ákveðið var að fara í Kárahnjúkavirkjun (þegar Alþingi samþykkti það voru stýrivextir 5,3%, verðbólga um 3%).
Kárahnjúkavirkjun var efnahagslegt glapræði á tímum þar sem allt var í fínasta lagi, efnahagslífið í full swing. Ansi óheppilegt að NÚNA skuli ekki vera hægt að fara í slíka framkvæmd og þar með skapa störf fyrir ÍSLENDINGA í stað þess að flytja inn þúsundir útlendra starfskrafta.
Djöfull eruð þið fáránlega heimsk, mætti halda þið væruð sjálfstæðismenn
Sveinn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:51
Blergur:
Edda Rós, samfylkingin, Bessastaðakóngurinn, Ólafur og allir hinir - Rétt hjá þér, spillt eiginhagsmunalið.
Ekki undarlegt að slíkt verði til í umhverfi þar sem Davíð Oddsson hefur verið einvaldur í hátt í 20 ár!
Sveinn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.