26.1.2009 | 13:39
Orsakir stjórnarslita: vanhæf ríkisstjórn
Geir Haarde heldur áfram með djúpstæðar analýsur sínar, í stíl við "ef ég hef gert eitthvað rangt, þykir mér það leitt". Nú telur hann að ríkisstjórnin hafi sprungið vegna þess að Samfylkingin sé að liðast í sundur. Hann sér ekki að hann beri neina ábyrgð á því að stjórn undir hans forystu springur. Það er ekki Samfylkingin sem er að liðast í sundur, heldur var ríkisstjórnin orðin gjörsamlega vanhæf til þess að stýra landinu. Hún var vanhæf vegna þess að hún hafði tapað trausti almennings. Hún hafði glatað trausti almennings vegna þess að Sjálfstæðisflokkur hélt hlífðarskildi yfir Davíð í Seðlabankanum og dró lappirnar á eftir sér við að taka til í stjórnsýslunni. Ríkisstjórnin var vanhæf vegna þess almenningur var búinn að missa traust á Geir Haarde og hans forystu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.