Íllvirki og fjöldamorð

Mann setur hljóðan yfir hörmungunum á Gaza. Ísraelsmenn segjast ráðast gegn skæruliðum Hamas, en þeir eru að sprengja gjörvallt samfélagið sundur og saman. Ráðist er á skóla, íþróttamiðstöðvar, heilsugæslustöðvar, vatnsveitur, sjúkrabíla. Fyrir hvern Hamasliða sem þeir kunna að fella, drepa þeir tugi óbreyttra borgara, börn jafnt sem gamalmenni. Umheimurinn horfir á, því stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael kemur í veg fyrir að öryggisráðið samþykki bindandi ályktanir. Ísland ætti að hafa frumkvæði að því að morðingjarnir verði dregnir fyrir stríðsglæpadómstól.
mbl.is Þrír þekktir palestínskir knattspyrnumenn fallnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Skyldu þeir hafa verið að æfa sprengjuspark?

Hörður Einarsson, 14.1.2009 kl. 12:59

2 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Gálgahúmor getur verið vel til fundinn, en athugasemd Harðar er sorgleg. Málið er alvarlegra en svo að þetta sé viðeigandi.

Ólafur Ingólfsson, 14.1.2009 kl. 13:06

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Tek undir með þér Óli. Þetta eru orð í tíma töluð.

Það er spurning hvort ekki sé ráð hjá þér að fá Haskólasamfélagið til að bregðast við (svo sem félag háskólakennara) og semja ályktun gegn framferði Ísraela. Allt hjálpar til við að koma í veg fyrir frekari fjöldamorð og stríðsglæpi - og setur aukna pressu á íslensk stjórnvöld um að beita sér í málinu.

Torfi Kristján Stefánsson, 14.1.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

heyr heyr

Gísli Foster Hjartarson, 14.1.2009 kl. 13:33

5 identicon

Við skulum vona að Obama bregðist við ástandinu á annan hátt en hinn morðóði Bush.

Margrét (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband