Þetta gengur ekki upp

Viðbrögð stjórnvalda við bankahruninu og kreppunni ganga ekki upp. Skuldsett þjóð á að taka frekari lán til að halda uppi opinberri þjónustu og greiða vexti af erlendum lánum. Halli fjárlaga er 150 milljarðar, eða sem nemur hálfri milljón króna á hvert mannsbarn í landinu. Þetta bætist við 600-1000 milljarða skuld ríkissjóðs vegna hruns bankanna. Það eru til tvær meginleiðir til að mæta kreppunni: auka tekjur og minka útgjöld. Hvort tveggja þarf til hér. Í bankakreppunni í Svíþjóð á tíunda áratug síðustu aldar var settur 5% viðlagaskattur á hátekjufólk til að auka tekjur ríkisins. Hvers vegna er það svo fjarri íslenskum stjórnvöldum að hækka skatta á .þeim sem hafa getu til að borga hærri skatta? Er það einhver mantra hjá Sjálfstæðismönnum að skattar skuli ekki hækkaðir? Það mætti setja á viðlagaskatt og auka fjármagnstekjuskattinn um helming, og þannig minka greiðsluhalla ríkissjóðs. Ég greiði frekar hærri skatta í dag en að framlög til heilsugæslu og menntakerfis verði skorin stórlega niður. Ég hef engann áhuga á því að börnin mín erfi skuldabagga sem óráðsmenn og braskarar hafa hnýtt þjóðinni í skjóli valdaklíkanna í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Aðgerðir stjórnvalda ganga ekki upp. Þær sökkva okkur dýpra í skuldafenið og færa okkur nær þjóðargjaldþroti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu - hærri skatta á þá örfáu sem enn teljast til "hátekjufólks". Þrepaskipt skattkerfi mætti íhuga vel nú, þó þannig að það hefði ekki letjandi áhrif á fólk með metnað til að ná lengra og þar með hækka í launum.

Bíð svo eftir að Egill Helgason uppgötvi bloggið og þú verðir kallaður í Silfrið

Ívar Örn (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband