Stríðsglæpamenn hundsa alþjóðasamfélagið

Ísrael hefur enn og aftur valið að hundsa alþjóðasamfélagið og gefa Sameinuðu Þjóðunum langt nef. Þó Öryggisráðið hafi lagt að Ísrael að hætta stríðsaðgerðum velja þeir að halda áfram hermdarverkum sínum. Það hentar ekki hagsmunum Ísraels að fylgja alþjóðalögum, og því neita þeir að fara að tilmælum Öryggisráðsins. Ísrael er eina aðildaríki Sameinuðu Þjóðanna sem kemst upp með þetta. Munið þið hvað gerðist þegar Saddam Hussain fyrirskipaði hernám Kuwaits? Hvað gerist nú, þegar Ísrael hundsar ályktanir Sameinuðu Þjóðanna? Ekkert annað en að Ísrael heldur áfram þjóðarmorðinu á Gaza. Það má jú ekki slíta stjórnmálasambandi við hryðjuverkastjórnina í Ísrael, og ekki getum við sett lýðræðisríkið Ísrael í viðskiptabann. Ingibjörg Sólrún sendir sjálfsagt fax til Ísraels og mótmælir hástöfum. Fallega hugsað, en lítil huggun fyrir íbúa Gaza. Gagnslaus aðgerð, því stjórnvöld í Ísrael eru ekki hótinu betri en Bosníuserbar í Balkanskagastríðinu. Gefa skít í hvað umheiminum finnst. Ingibjörg Sólrún gæti beitt sér fyrir því að stjórnvöld í Ísrael yrðu dregin fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn. Þá yrði kanski hlustað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband