7.1.2009 | 11:19
Morgunblaðið og Evrópumálin
Morgunblaðið hefur um árabil stært sig af því að vera blað allra landsmanna - en kanski ekki alltaf komið fram sem slíkt. Á köflum hefur blaðið verið grímulaust málgagn fyrir valdaöfl Sjálfstæðisflokksins, og í undanfara kosninga hefur blaðið yfirleitt stutt Flokkinn leynt og ljóst. Á valdatíma Davíðs Oddssonar var þetta sérstaklega áberandi. En Morgunblaðið er eina raunverulega dagblaðið á Íslandi - Fréttablaðið er fyrst og fremst auglýsingablað fyrir Baugsveldið, og hefur ekki mikinn metnað sem sjálfstæður og gagnrýnin fjölmiðill. Lesendur eiga að gera meiri kröfur til Morgunblaðsins en Fréttablaðsins. Nú er umræðan um Evrópumál í brennidepli, og þó það svíði í sálinni fyrir gamlan vinstri mann að hrósa Mogganum, verður að segjast að kynning þeirra á Evrópumálunum síðustu dagana er til fyrirmyndar. Það er mikilvægt að almenningur fái upplýsingar um Evrópumál til að geta vegið og metið kosti og galla hugsanlegrar Evrópusambandsaðildar. Grunnur lýðræðisins er upplýst umræða, og hér er mikið í húfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.