Sjálfstæðisflokkurinn er ófær um að veita forystu í utanríkismálum

Það er beinlínis vandræðalegt að horfa uppá talsmenn Sjálfstæðisflokksins, Þorgerði Katrínu og Geir Haarde, afsaka og réttlæta aðgerðir Ísraels á Gaza með því að stöðugt klifa á því að það þurfi að fordæma bæði innrás Ísraelsmanna og aðgerðir Hamas. Hér er um að ræða hrottafengna árás hernámsveldis með loftárásum og skriðdrekum á varnarlaust fólk. Skólar og flóttamannabúðir hafa orðið fyrir árásum, og yfir 100 börn liggja í valnum. Ísrael er að brjóta alþjóðalög með árásum sínum. Léttvopn Hamas eða heimasmíðaðar eldflaugar þeirra hafa aldrei verið ógn við tilveru Ísraels - og auk þess hafa þjóðir undir hernámi rétt til þess að veita vopnað viðnám. Ísrael er að fremja þjóðarmorð á Gaza, með fulltyngi Bandaríkjanna og stuðningi fólks eins og forystu Sjálfstæðisflokksins. Forysta Sjálfstæðisflokksins sýnir okkur enn og aftur að hún hefur ekkert lært og engu gleymt síðan hún studdi innrásina í Írak. Hún sýnir okkur enn og aftur að hún er ófær um að veita forystu yfir höfuð. 
mbl.is Fordæma Hamas og Ísraelsher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband