Þorpsfíflið dansar

Í heimsþorpinu ku hvergi vera skotið upp meiru af flugeldum um áramót en á Íslandi. Hingað koma flugvélafarmar af ferðamönnum sem furðu lostnir verða vitni að flugeldageðveikinni. Síðan fara þeir heim til sín og koma fram í spjallþáttum í sjónvarpi, hjá spaugfuglum eins og Jay Leno og David Letterman, og lýsa því hvernig börn og unglingar tendra risaskottertur undir handleiðslu misdrukkinna forráðamanna. "It is absolut madness", Íslendingar eru crazy, og allir skemmta sér konunglega yfir því hvað fólk á Íslandi er undarlegt. Menn hlægja að þorpsfíflinu sem dansar vegna þess að það veit ekki betur. Allt er þetta auðvitað gert til að styðja við bakið á björgunarsveitunum og íþróttafélögunum. Þá getur maður tekið á sig smá fórnarkostnað, eins og blind og brennd börn og hesta sem fælast og valda slysum. Í alvöru talað, er ekki eitthvað bogið við það þegar björgunarsveitir byggja starfsemi sína á að selja stórhættulegt sprengiefni?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband