Fíllinn tók joðsótt og fæddi mús

Ég beið spenntur eftir blaðamannafundi að loknum fundi miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins kl 14:30 í dag, og átti kanski von á einhverri stefnubreytingu í Evrópumálum. Nei, hvílíkt spennufall. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að flýta landsfundi sínum og byrja að ræða Evrópumálin. Síðan ítrekaði Geir Haarde að afstaða hans til Evrópusambandsins væri óbreytt, og Þorgerður varaformaður fullvissaði okkur um að það væri enginn ágreiningur milli hennar og formannsins. Það er átakanlegt að sjá ráðaleysi Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni uppá skér, frjálshyggjan hefur engin svör, þeir koma sér ekki til að fjarlægja Davíð úr seðlabankanum og hafa engin úrræði að bjóða þjóðinni uppá - önnur en að flýta landsfundi Flokksins. Skelfing er þetta nöturlegt.

Í Ameríku segja þeir: We have Barack Osama, Bob Hope and Johnny Cash. Á Íslandi segjum við: We have Mr Haarde, No Hope and No Cash!

Góða helgi


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband