Framtíðarhorfur neikvæðar

Þegar yngsti strákurinn fermdist fyrir nokkrum árum lagði hann allan pening sem hann fékk í fermingargjöf inná Framtíðarbók hjá Landsbanka Íslands, þar sem það er bundið fram til 18 ára aldurs bókarhafa. Bókin ber nú neikvæða ávöxtun uppá um það bil 8%, þegar ársvextir eru bornir saman við verðbólgu. Þetta er sumsé svipað ástand og þegar ég fermdist fyrir meira en 40 árum, fermingarpeningarnir hverfa í verðbólgunni. Kanski er þetta táknrænt, framtíðarhorfur neikvæðar....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband