Allt er betra en íhaldið - en rís VG undir ábyrgðinni?

Hér á árum áður var það mantra félagshyggjufólks að í stjórnarsamstarfi væri allt betra en íhaldið, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn. Styrkur flokksins var þó slíkur að stjórnarmyndun var nánast útilokuð án þáttöku hans, og vinstri stjórnir voru skammlífar í stjórnmálasögu Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn er gjörspilltur af sérhagsmunahópum og græðgisöflum. Nýútkomin bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að Feigðarósi, rekur skilmerkilega hvernig helmingaskipti spillingaraflanna innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa komið Íslandi fram á brún þjóðargjaldþrots. Drottnunarárrátta, valdasýki og gerræðisleg vinnubrögð Davíðs Oddssonar voru síðan kirsuberið í þessum banvæna kokteil sem er búinn að koma Íslandi á kaldan klakann. Bók Ólafs ætti að vera skyldulesning fyrir alla sem láta sig þjóðmál varða, því til þess eru vítin að varast þau og ef við lærum ekki af reynslunni munum við endurtaka mistökin.

Það ber því að fagna innilega og lengi að hér skuli vera komin til valda ríkisstjórn sem hefur allar forsendur til að skéra upp herör gegn spillingunni og koma fótum undir Ísland á nýjan leik - án þess að huga fyrst að hagsmunum einkavina og síðast að þjóðarhag. Ný ríkisstjórn hefur metnað til að standa vörð um velferðarkerfið og til að skjóta styrkum stoðum undir atvinnulíf í landinu. Vandamál nýrrar ríkisstjórnar koma því miður að hluta til innan frá. Fimm þingmenn VG, þar af einn nýju ráðherranna, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við ESB um skilmála aðildar. Þessir fimm þingmenn telja sig vita fyrirfram að ESB aðild geti ekki hentað Íslandi, og því sé hreinn óþarfi að láta reyna á það. Það er fáheyrt að ráðherra sem fer með sjávarútvegs- og landbúnaðarmál skuli fyrirfram lýsa því yfir að hann muni leggjast gegn stjórnarfrumvarpi um að hefja aðildarviðræður að ESB. Í raun snýst þetta um sérhagsmunagæslu, enn og aftur þennan bölvald íslenskra stjórnmála. Þessir fimm landsbyggðarþingmenn VG telja sig vera að verja hagsmuni bænda og sjómanna. Hvað með hagsmuni iðnfyrirtækja og iðnaverkafólks? Hvað með hagsmuni fyrirtækja og starfsfólks í ferðaþjónustu? Hvað með hagsmuni hátækni- og hugbúnaðarfyrirtækja? Hvað með allann almenning sem er að kikna undir háum vöxtum og verðtryggingu lána sem er afleiðing þess að við erum með ónýtan gjalmiðil? Hvað með þjóðarhag?

Það er ílla af stað farið með starfandi stjórnarandstöðu innan nýju ríkisstjórnarinnar. Hluti VG er svo vanur því að vera í stjórnarandstöðu að það er ekki hægt að láta af því atferli þó flokkurinn sé kominn í stjórn. Það veit ekki á gott fyrir þessa fyrstu vinstri stjórn án þáttöku Framsóknarflokksins.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óli og takk fyrir síðast! 30 ár eða svo! Það verður athyglisvert að sjá hvort VG nái að rísa undir ábyrgð. Það kemur ekki á óvart að 5 þingmenn lýsi yfir andstöðu við þingsályktunartillögu um aðildarviðræður við ESB. Ég bjóst satt að segja við að meiru. Það sem kemur til með að verða horft á er hvort VG fari gegn þinginu, ef tillagan verður samþykkt. Án þess að gera VG nokkuð til getur flokkurinn, sem stjórnarflokkur, unnið aðildarviðræðum talsvert ógagn. VG myndi rísa undir ábtrgð ef flokkurinn, að lokinni samþykkt þingsins, ynni í anda þess. Á sama hátt yrði Samfylking rísa undir því að þingsályktunartillagan næði ekki meirihluta á þingi eða aðildarsamningur yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þessir tveir flokkar ætla að fara í gegn um næsta ár í beinhörðum slag, sín á milli, um ESB-aðild, geta þeir einfaldlega strax afhent einhverjum öðrum lyklana að ráðuneytunum.

Albert Einarsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 10:32

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ef ég ætti hatt myndi ég taka hann ofan fyrir þessum 5 þingmönnum VG sem hafa þor til að andmæla ESB dellunni.

Sigurður Sveinsson, 11.5.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Sæll Albert, gaman að heyra frá þér. Ég er sammála þér, hér á eftir að reyna á virðingu manna fyrir þingræðinu. Í ljósi þeirrar þrætu- og deiluhefðar sem framar öllu hefur sett mark sitt á íslensk stjórnmál um áratugaskeið er ég svartsýnn á að menn nái að ræða saman og komast að einhverri sameiginlegri niðurstöðu um það hvernig standa skuli að ESB málum.

Ólafur Ingólfsson, 11.5.2009 kl. 10:50

4 identicon

Ólafur

Reynslan sýnir að vinstrimenn eru engu síður gráðugir en hægrimenn.

Það er barnaskapur að halda að nú verði spilling upprætt.

Ég ætla að fylgjast vel með úthlutn á styrkjum og embættum.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:37

5 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Sæll Arnar. Sammála, stend vaktina með þér!

Ólafur Ingólfsson, 11.5.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband