Eigum við þetta skilið?

Það er stundum sagt að kjarni lýðræðisins sé að þjóðin fái þá stjórnmálamenn sem hún á skilið. Þegar ég líf yfir völl stjórnmálanna og forystusveitir stjórnmálaflokkana velti ég því fyrir mér hvort við eigum þetta virkilega skilið? Sérhagsmunapotarar sem bera hagsmuni eins hóps fyrir brjósti; fyrirgeiðslupólitíkusar sem vinna fyrir sína heimabyggð eða stunda atkvæðakaup; flokkseigendafélög og þeirra grúppíur sem varðar bara um hagsmuni Flokksins en skíta í þjóðarhag; framagosar sem nota alþingi og stjórnmálin til að klifra í þjóðfélagsstiganum og komast í námunda við feit embætti; siðblindur þjófur sem fékk uppreisn æru og skoraði síðan hátt í prófkjöri.

Treysti ég þessu liði? Nei. Alþingi hefur verið gert að afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins, þar sem flokkshollusta hefur kæft hugsjónir og sjálfsvirðingu þingmanna. Ef Ísland á að eiga sér viðreisnar von verður að skipta út stærstum hluta núverandi þingliðs. Spor þeirra hræða. Við eigum betra skilið en þetta lið. Við þurfum stjórnlagaþing, og landið verður að vera eitt kjördæmi. Ríkisstjórn á að sitja í umboði þjóðarinnar, ekki í skjóli flokkshollra tuskudúkka sem kinka kolli eftir skipunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband