Goggi galdramaður þyrlar upp moldviðri

Nú heyrir maður af hverjum ruglukollinum á fætur öðrum sem setja fram geðveikislegar tillögur um hvernig stemma megi stigu við hlýnun jarðar. Heyrst hafa hugmyndir um að koma upp risastórum skérmum eða sólhlífum í geimnum eða það nýjasta, að þyrla upp skýjum. Þetta er farið að minna á ruglið á 7. áratugnum, þegar menn voru reyndar hræddir um að það væri að koma ný ísöld. Þá stakk einn galdramaðurinn (bandarískur prófessor, reyndar) upp á því að bræða Grænlandsjökul með því að mála hann svartan. Þá myndi hlýna.

Þekking okkar á veðurfarsþróun er enn sem komið er takmörkuð, og veðurfarskerfin og samspil lofthjúps, vatnhjúps og lífhvols eru gríðarlega flókin. Þetta er ástæða þess að ekki er hægt að spá fyrir um veður með góðri nákvæmni meira en 2-3 daga fram í timann. Öll inngrip í þessi kerfi geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, og eru út í hött. Danski tölfræðingurinn ætti að halda sig við tölfræðina en láta vera að fara með svona rugl í fjölmiðla.

 

 


mbl.is Tilbúin ský gegn hlýnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hvílíkt og endalaust bull og ósannindi.

Þessir fábjánar sem kalla sig sjálfir "vísindamenn" þykjast núna allt í einu hafa uppgötvað að sólin valdi hlýju á jörðunni, - ja, - hvílík dásemdar uppgötvun.

Svo eru þeir núna að "finna upp" aðferðir til þess að draga úr hlýju frá sólinni og lækka hitastig á jörðunni !

Allt í þessari frétt er í rauninni of vitlaust til þess að það sé svara vert.

Tryggvi Helgason, 8.8.2009 kl. 17:04

2 identicon

Svo maður minnist ekki á allt það jarðefnaeldsneyti sem þarf til að smíða og reka 1900 skip!

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband