Böndin berast víða

Morgunblaðið nefnir ekki í fréttinni að húsrannsóknirnar beinast m.a. að Askar Capital og aðkomu þess fyrirtækis að fjárfestingum með fé úr bótasjóði Sjóvár. Um meðferð fjármuna úr bótasjóðum tryggingarfélaga gilda mjög strangar reglur, og varðar lög að spila með þá fjármuni í áhættufjárfestingum. Mörg fjárfestingarverkefni Milestone, eiganda Sjóvár voru unnin með fjárfestingabankanum Askar Capital, sem var í eigu sömu manna. Þar var Tryggvi Þór Herbertsson forstjóri, en hann er nú alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Athyglisvert verður að vita hvað kemur í ljós þegar sérstakur saksóknari fer að velta við steinum sem liggja í slóð frjálshyggjupostulanna. Tryggvi Þór, sem var einn efnahagsráðgjafa Geirs Haarde, vann sér sem kunnugt er til frægðar að skrifa skýrslu um ástand efnahagsmála á Íslandi, sem kom út rétt fyrir hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni var allt í himnalagi á Íslandi, og ekkert að óttast. Raunveruleikinn var sem kunnugt er annar.
mbl.is Húsleit á níu stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skítum á Werners drullurnar

Krímer (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 19:24

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hér er að líkindum um skuggalega spillingu og misnotkun bótasjóða að ræða. Engan þarf að undra að viðskiptavinir Sjóvár leiti annað. En hvert? Er ekki VÍS í sama djúpa skítnum? Er ekki Vörður á undanþágu fjá Fjármálaeftirlitinu? TM stendur upp úr. FL Group gæjarnir náðu engu (litlu) út úr því ágæta félagi. TM er besti kosturinn í dag.

Björn Birgisson, 7.7.2009 kl. 19:26

3 identicon

Spillingarflokkurinn er einfaldlega glaepaflokkur.  Thad er eitthvad ad íslendingum....hvernig stendur á thví ad svona margir kjósa thennan flokk?  Hvernig stendur á thví ad ekki er búid ad afnema kvótakerfid?  Thessi thjód er á leid til glötunar.  Ástaedan: Taer heimska fólksins. 

HRÓKUR (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband